Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 48
VÍKINGUR Þú ert svona harður gegn þessum lögum? „Ég mun aldrei virða þessi kvóta- lög, þau eru sett fyrir menn sem eru að braska. Ef ég á að borga 85 krónur fyrir að fá að veiða þorsk — ég lifi á þessu og vinn við þetta — og fá kannski sama verð fyrir að ná í hann? Nei, ég mun aldrei virða svona lög. Eitt gott dæmi um þessa vitleysu er að allir krókabátarnir verða að liggja í landi og mega ekki fara á sjó til að veiða steinbít, það er sett á þá stopp út af þorski, þessir kallar eru á hausnum. Verðið á steinbít er núna 70 krónur og þeir mega ekki fara á sjó og veiða hann og hann hverfur eftir svona viku steinbíturinn.“ Eru stoppdagar hjá þeim núna? „Já, og það sem meira er; allir stoppdagar hjá þeim eru þegar það er smástreymt. Ég skal líka segja ykkur annað. Ef ég er á kvótabát hérna og ætla að koma inn með þorskinn í staðinn fyrir að henda honum, og henda honum kannski yfir í krókabát án þess að eigandi hans viti af því, þá kemur eftirlitið, sem er hérna til þess að passa okkur, og tekur þetta. Er betra að henda þorskinum í sjóinn?“ Eru kvótalögin að gera úl af við ykkur? „Já, heldur þú að menn hérna fari út á sjó að veiða þorsk, sem þeir fá fyrir 80 krónur á kílóið, þegar þeir geta leigt sama kíló á 90 krónur? Ég veit ekki um neinn útgerðarmann sem hugsar þannig. Svona er þetta kvóta- kerfi. Það á að setja lög en ekki ólög. Einu sinni var sagt: með lögum skal land byggja og með ólögum eyða.“ Ykkur sjómönnum hlýtur að líða illa þegar svona mikill fiskur er og mega ekki veiða hann? „Mér líður ekkert of vel en ég hef það ágætt. Menn finna sér leiðir til björgunar. Ég get sagt þér það að í gær, þegar eftirlitið var hérna og lög- regla á staðnum, var landað fimm tonnum framhjá úr einum bátnum og átta úr öðrum. Þetta var gert með eftir- litið hér á staðnum, athygli þeirra var bara dreift á meðan þeir fóru framhjá með vörubílana. Þetta kerfi er ómögulegt og menn finna sér leiðir framhjá því. Við viljum fara eftir lög- um og Islendingar eru löghlýðnir, en þegar búið er að setja ólög yfir þá gera þeir uppreisn gegn kerfinu og það gerum við.“ Jón Garbar KE kemur í land, meb góban afla sem og abrlr bátar. 48

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.