Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 5
Lengra inn í ongstrætið Enn einu sinni reyndust útvegsmenn ófáanlegir til að gera nýja kjarasamninga við sjómenn. Enn einu sinni sátu þeir eins og hundar á roði vikutn og mánuðum saman og neituðu öllum kröfum sjómanna. Útvegs- mönnum nægir ekki að ráða yfir tniðunum og skipun- um. Þeir vilja líka ráða kjörutn sjómanna. Enn einu sinni kom ríkisvaldið til skjalanna og svipti sjómenn með lögum þeitn sjálfsögðu mannréttindum sem samn- ingsrétturinn er. Nú skal skipaður gerðardómur til að kveða á um kaup og kjör sjómanna á fiskiskipum. Full- trúum sjómanna er samkvæmt lögunum tryggður réttur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerðardóminn. Elins vegar er það undir gerðardóminum komið hvort hann tekur tillit til þeirra sjónarmiða eða ekki. Sú staðreynd blasir við, að ríkisstjórnin hefur skip- að svo fyrir að þrír rnenn sem Hæstiréttur tilnefni skuli á fjórum vikum afla allra gagna og taka ákvörðun um hvernig kjaramálum fiskimanna verði háttað. Allt frá verðmyndun afla og mönnunarmála til afmarkana á helgarfríi fiskimanna á netaveiðum. Eað er ekki til lítils ætlast. Fulltrúar útvegsmanna sýndu rnikla hörku og óbil- girni í samningaviðræðunum við sjómenn og hjá þeirn örlaði ekki á vilja til samninga. Þegar ljóst var að þeim tækist ekki að beygja Farmanna- og fiskimannasam- bandið hófu þeir persónulegar árásir á forseta þess og lítilsvirtu þar með sambandið. Þeir sem eiga aðild að FFSÍ þurfa ekki að gera sér rellu yfir þeim illsökum sem framkvæmdastjóri FIÚ og fleiri á þeim bæ kusu að troða við Grétar Mar Jónsson. Þá fyrst þurfa menn að hafa á- hyggjur þegar og ef FÍÚ lýsti yfir sérstakri ánægju sinni tneð forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins! En hvorki lög frá Alþingi né persónulegar svívirðingar leysa hinar langvinnu deilur sjómanna og útvegsmanna. Vandanutn er bara enn einu sinni ýtt á undan sér. Eins og Grétar Mar Jónsson bendir á í viðtali hér í blaðinu eru engar líkur á að gerðardómur leysi varanlega helstu ágreiningsmál í deilu sjómanna og útgerða. Menn fara lengra inn í öngstræti og sitja svo uppi með enn stærri vanda. Meðan deilan um verðmyndun afla er óleyst verður enginn friður. Scemundur Guðvinsson Úlgcfandi: Farmanna- og fiskiinannasamband íslands, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, netfang sgg@mmcdia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 Ritnefiul: Benedila Valsson, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forseti FFSÍ: Grctar Mar Jónsson Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Uinbrot, filinuvinnsla, prcntun og bókhand: Grafík Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, Fclag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum; Ægir, Reykjavík. Blaðið kemur út fjóruin sinnum á ári. I Forsiðumyndina tóh I Jón Páll Ásgeirsson 6-15 Umfjöllun um verkfall sjómanna og rætt við Grétar Mar Jónsson og Sævar Gunnarsson 16-17 Pistill Þráins Bertelssonar 17 Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir frá því hvernig sjóveðurspá verður til 24-29 Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur og fréttamaður í opinskáu viðtali 32-35 Viðtal við Hrafn Ragnarsson skipstjóra frá Ólafsfirði 36-37 Spurningar FFSÍ og svör Hafrannsóknar- stofnunarinnar um líffræði þorsksins 38-43 Viðtal við Árna Vilhjálmsson prófessor og stjórnarformann Granda og Hvals hf. 44-46 Guðlaugur Gíslason skrifar um samkeppnis- stöðu kaupskipaútgerða 48-49 Sagt frá fyrsta starfsári Félags íslenskra skipstjórnarmanna 51-59 Svavar Sigmundsson nafnfræðingur skrifar um nöfn á íslenskum skipum og bátum 60-64 Smásagan íslenskt heljarmenni eftir J. Magn- ús Bjarnason 67-68 Utan úr heimi 70-79 Þjónustuefni og fleira Sjómannablaðið Víkingur - 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.