Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 5
Lengra inn í ongstrætið Enn einu sinni reyndust útvegsmenn ófáanlegir til að gera nýja kjarasamninga við sjómenn. Enn einu sinni sátu þeir eins og hundar á roði vikutn og mánuðum saman og neituðu öllum kröfum sjómanna. Útvegs- mönnum nægir ekki að ráða yfir tniðunum og skipun- um. Þeir vilja líka ráða kjörutn sjómanna. Enn einu sinni kom ríkisvaldið til skjalanna og svipti sjómenn með lögum þeitn sjálfsögðu mannréttindum sem samn- ingsrétturinn er. Nú skal skipaður gerðardómur til að kveða á um kaup og kjör sjómanna á fiskiskipum. Full- trúum sjómanna er samkvæmt lögunum tryggður réttur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerðardóminn. Elins vegar er það undir gerðardóminum komið hvort hann tekur tillit til þeirra sjónarmiða eða ekki. Sú staðreynd blasir við, að ríkisstjórnin hefur skip- að svo fyrir að þrír rnenn sem Hæstiréttur tilnefni skuli á fjórum vikum afla allra gagna og taka ákvörðun um hvernig kjaramálum fiskimanna verði háttað. Allt frá verðmyndun afla og mönnunarmála til afmarkana á helgarfríi fiskimanna á netaveiðum. Eað er ekki til lítils ætlast. Fulltrúar útvegsmanna sýndu rnikla hörku og óbil- girni í samningaviðræðunum við sjómenn og hjá þeirn örlaði ekki á vilja til samninga. Þegar ljóst var að þeim tækist ekki að beygja Farmanna- og fiskimannasam- bandið hófu þeir persónulegar árásir á forseta þess og lítilsvirtu þar með sambandið. Þeir sem eiga aðild að FFSÍ þurfa ekki að gera sér rellu yfir þeim illsökum sem framkvæmdastjóri FIÚ og fleiri á þeim bæ kusu að troða við Grétar Mar Jónsson. Þá fyrst þurfa menn að hafa á- hyggjur þegar og ef FÍÚ lýsti yfir sérstakri ánægju sinni tneð forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins! En hvorki lög frá Alþingi né persónulegar svívirðingar leysa hinar langvinnu deilur sjómanna og útvegsmanna. Vandanutn er bara enn einu sinni ýtt á undan sér. Eins og Grétar Mar Jónsson bendir á í viðtali hér í blaðinu eru engar líkur á að gerðardómur leysi varanlega helstu ágreiningsmál í deilu sjómanna og útgerða. Menn fara lengra inn í öngstræti og sitja svo uppi með enn stærri vanda. Meðan deilan um verðmyndun afla er óleyst verður enginn friður. Scemundur Guðvinsson Úlgcfandi: Farmanna- og fiskiinannasamband íslands, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, netfang sgg@mmcdia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 Ritnefiul: Benedila Valsson, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forseti FFSÍ: Grctar Mar Jónsson Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Uinbrot, filinuvinnsla, prcntun og bókhand: Grafík Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlendinga, Fclag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum; Ægir, Reykjavík. Blaðið kemur út fjóruin sinnum á ári. I Forsiðumyndina tóh I Jón Páll Ásgeirsson 6-15 Umfjöllun um verkfall sjómanna og rætt við Grétar Mar Jónsson og Sævar Gunnarsson 16-17 Pistill Þráins Bertelssonar 17 Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir frá því hvernig sjóveðurspá verður til 24-29 Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur og fréttamaður í opinskáu viðtali 32-35 Viðtal við Hrafn Ragnarsson skipstjóra frá Ólafsfirði 36-37 Spurningar FFSÍ og svör Hafrannsóknar- stofnunarinnar um líffræði þorsksins 38-43 Viðtal við Árna Vilhjálmsson prófessor og stjórnarformann Granda og Hvals hf. 44-46 Guðlaugur Gíslason skrifar um samkeppnis- stöðu kaupskipaútgerða 48-49 Sagt frá fyrsta starfsári Félags íslenskra skipstjórnarmanna 51-59 Svavar Sigmundsson nafnfræðingur skrifar um nöfn á íslenskum skipum og bátum 60-64 Smásagan íslenskt heljarmenni eftir J. Magn- ús Bjarnason 67-68 Utan úr heimi 70-79 Þjónustuefni og fleira Sjómannablaðið Víkingur - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.