Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 9
Sameiginlegur baráttufundur sjómanna í Sjómannaskólanum Skbraði á samninganefndir ao nvika í engujrd réttlátum krojum Guðjón Ármann Einarsson framkvœmda- stjóri Öldunnar setur Jundinn. Sjómannafélag Reykjavíkur, Mat- sveinafélags íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Vélstjórafé- lags íslands boðuðu lil barátlufundar sjómanna sem haldinn var í húsi Sjó- mannaskóla íslands laugardaginn 28. apríl 2001. Fjölmenni sótti fundinn og greinilega mikill hugur í mönnum að láta hvergi deigan síga í baráttunni fyrir bættum kjörum sjómanna. Fáum hefði dottið í hug að nokkrum dögum seinna væri komin upp sú staða að eitt þeirra félaga sem til fundarins boðaði, Vél- stjórafélag Islands, hefði klofið breið- fylkingu sjómanna og gengið til samn- inga við LÍÚ. Eflirfarandi yfirlýsingar og ályktanir voru samþykktar á fundin- um. Sjómenn innan Sjómannafélags Reykjavíkur, Matsveinafélags íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar og Vélstjórafélags íslands lýsa yfir fullum stuðningi við samninga- nefndir sjómanna í yfirstandandi kjara- deilu þeirra við útvegsmenn og skora á samninganefndirnar að hvika í engu frá réttlátum kröfum sínum gagnvart út- vegsmönnum og álykta að kröfur sjó- manna um eðlilega verðmyndun á sjáv- arfangi sé ekki einungis rétllælismál fyrir sjómenn, sem grundvöllur hluta- skiptakerfisins, heldur einnig þjóðþrifa- mál sem leiði til eðlilegrar samkeppni milli einstakra útgerða annars vegar og fiskvinnslunnar hins vegar. Fundurinn ályktar einnig að áratuga- löng en árangurslaus barátta sjómanna fyrir eðlilegri verðmyndun á sjávarfangi, þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi, hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að önnur kjör sjómanna, svo sem kaup- trygging, stighækkandi orlofsgreiðslur miðað við starfsaldur, greiðslur í styrktar- og sjúkrasjóði viðkomandi félaga og auknir uppsagnarfrestir, hafi ekki verið í samræmi við kjaraþróun á hinurn al- menna vinnumarkaði. Fundurinn gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð viðsemjenda sjómanna, samninganefndar Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, að koma í engu til móts við réttmætar kröfur sjómanna og halda fast í verðmyndunarkerfi á sjáv- arfangi sem veitir einstökum útvegs- mönnum færi á að niðurgreiða afurðir sínar lil fiskvinnslunnar á kostnað sjó- manna; að halda fast í samkeppnis- hamlandi verðmyndurkerfi á sjávar- fangi sem á engan hátt gefur til kynna raunveruleg aflaverðmæti úr sjó. Þá gagnrýnir fundurinn þau vinnu- brögð samninganefndar útvegsmanna að halda deilunni fastri með því að setja á oddinn kröfur um skertan hlut sjómanna við fækkun í áhöfn fiski- skipa. Núverandi hlutaskiptakerfi byggist að þessu leyti á öryggissjónar- miðum og hagnaður útgerðarmanna við fækkun í áhöfn stefnir þeim sjónar- miðum í voða. Að lokum skorar fundurinn á sljórn- völd að grípa ekki inn í yfirstandandi kjaradeilu og leyfa samningsaðilum að útkljá mál sín í friði. Sjómenn fylltu salinn og voru i baráttuskapi. Konur voru miklum minnihluta áfundinum. Sjómannablaðið Víkingur - 9 Verkfall sjómanna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.