Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Page 13
Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands
Sitjum uppi með
enn stærri vanda
„Þegar útvegsmenn höfnuðu til-
boði sem við lögðum fram í janúar
um að leggja mönnunar- og verð-
lagsmál til hliðar og gefa okkur eitt
ár til að finna lausn á þeim, leit ég
svo á að þeir ætluðu ekki að semja
við okkur, enda er það komið á
daginn. Þeir ætluðu alltaf að fá lög
á okkur og fengu þau,” sagði Grét-
ar Mar Jónsson forseti Farmanna-
og fiskimannasambandsins í sam-
tali við blaðið.
-Fannst þér aldrei sjá til lands á
öllum þessum fundum hjá sátta-
semjara?
„Nei. Þeir voru með alltof flókna
útfærslu á verðlagsmálum og stigu
alltof stutt skref í áttina til okkar til
lausnar á því máli. Miðað við
þriggja ára samning var verið að
tala um að fara upp í það sem við
vorum með 1996 sem hlutfall bein-
söluverðs af markaðsverði, en það sem
þeir buðu var langt frá því. Fyrir utan
það að i vélstjórasamningnum sem er til
fjögurra og hálfs árs ná þeir ekki einu
sinni að komast upp í þetta.”
- Með þeim samningi var samstaða
sjómannsamtakanna rofin og virðist sem
reynt hafi verið að splundra samtökun-
um enn frekar til dærnis með persónu-
legum árásum í þinn garð?
„Það er afskaplega dapurt þegar reynt
er að persónugera svona deilu eins og
LÍÚ leyfði sér að gera, eða sérstaklega
Friðrik Jón og Þorsteinn Már öðrum
fremur. En það segir bara meira urn þá
sjálfa heldur en mig. Ég er með 10
manna samninganefnd og við erum ekki
að gera annað en fylgja eftir því sem fé-
lagsmenn hafa samþykkt.”
-Hefur þú trú að þessi gerðardómur
sem á að skipa geti leyst þessa deilu með
viðunandi hætti?
„Gerðardómurinn fer örugglega
ekki í það að leysa þetta varanlega.
Maður hefur hins vegar trú á því,
alla vega ennþá, að hann komi til
með að reyna að fara bil beggja og
komast að einhverri niðurstöðu.
Finna illskástu leiðina, ef svo má
segja. En það þarf hins vegar að
útkljá þessi deiluefni í eitt skipti
fyrir öll. Með þessu lögum förum
við bara lengra inn í öngstrætið og
sitjum uppi með enn stærri vanda
til að leysa þegar lögin hafa runnið
sitt skeið. Vandinn er alltaf að
stækka og ég sé raunar ekki aðra
leið út úr þessu en pólitísku leið-
ina. Að Alþingi taki ákvörðun um
að allur fiskur fari á markað og
setji lög þess efnis. Það er sá hátt-
ur sem hafður er í nágrannalönd-
unum eins og í til dæmis Færeyj-
um, Bretlandi og Danmörku.”
-Eru mönnunarmálin áhyggjuefni
varðandi gerðardóminn?
„Auðvitað er rnaður skíthræddur um
að ástæða sé til þess því þetta er það illa
unnið í vélstjórasamningnum. En þetta
ber allt að sama brunni. Maður harmar
að stjórnvöld skuli alltaf fara eftir öllum
kröfum LÍÚ. Það er illþolandi og spurn-
ing hvort þetta er ekki orðið hættulegt
lýðræði í landinu,” sagði Grétar Mar
Jónsson.
Upphaflegt frumvarp til á laga á sjómenn var tómt klúður
„Gjörsamlega galið ákvæði”
í upphaflegu frumvarpi sjávarútvegs-
ráðherra um bann við verkfalli sjó-
manna sagði svo í 3. grein: „Gerðar-
dómurinn skal við ákvörðun sína sam-
kvæmt lögum þessum taka mið af
samningi um breytingar á kjarasamingi
milli Samtaka atvinnulífsins vegna að-
ildarfélaga Landssambands íslenskra
útvegsmanna og Vélstjórafélags íslands
sem undirritaður var 9. maí 2001...”
„Þetta er gjörsamlega galið ákvæði og
með öllu óskiljanlegt að svona klúður
komi fram í lagafrumvarpi frá ríkisstjórn-
inni,” sagði kunnur hæstaréttarlögmaður
í samtali við Víkinginn. Hann benti á að
þegar þáverandi ríkisstjórn setti lög á
Herjólfsdeiluna árið 1993 og setti hana í
gerðardóm, hafi það fylgt að dómurinn
ætti að taka tillit lil ákveðinna kjara-
samninga. Þetta hafi verið kært til Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO),
sem hafi veitt stjónvöldum hér þungar
ákúrur af þessu tilefni.
Akvæði 3. greinar var breytt á þann
veg að gerðardómur skal við ákvörðun
sína samkvæmt lögunum „hafa til hlið-
sjónar kjarasamninga sem gerðir hafa
verið á undanförnum mánuðum að því
leyli sem við á og almenna þróun
kjaramála...”
Sjómannablaðið Víkingur - 13
Vcrkfall sjómanna