Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 37
landið. Er þetta reiknað út úr magasýn- um en hugsanlegt er að mat út frá maga- sýnum teknum með botnvörpu leiði til ofmats á hlutdeild rækju. Hvað sem öðru líður, þá skiptir þorskurinn meira máli fyrir rækju en rækjan fyrir þorskinn. 2c) Hve hátt hlutfall af fæðunni er þorskur? Hlutdeild þorsks í fæðu þorsks er áætl- uð um 2%. Mest af þessu er 0-3 ára þorskur. Hér við land hefur dauði af völdurn sjálfráns verið metinn um 0.8 (60%) á aldrinum 0-3 ára. í Barentshaf- inu er þetta hlutfall rnikið hærra enda finnst mun meira af þorski í magasýnum þar en á íslandsmiðum. Hugsanlegt er að sjálfrán á íslandsmiðum sé rneira en hér hefur verið lýst, þar sem það á sér stað á grunnslóð sem leiðangrar Haf- rannsóknastofnunarinnar ná ekki vel til, auk þess sem sjálfrán getur hugsanlega verið mjög mikið á stuttum tíma þegar seiðin leita botns. Hrygning þorsks 3a) Hvað oft hrygnir kynþroska þorskur á sínu æviskeiði (meðaltal eða vonargildi)? Athuganir á gotbaugum þorsks sýna að þorskur getur hrygnt í mörg ár eflir að hann er orðinn kynþroska. Hér á árum áður, er þorskurinn náði háum aldri greindust þorskar, sem höfðu hrygnt 8-9 sinnum um ævina áður en þeir veiddust. Meðalfjöldi hrygninga er háður aldurs- og stærðarsamsetningu stofnsins hverju sinni. Fjöldi fiska í yngstu aldurshópun- um (þ.e. þeir fiskar sem hafa aðeins hrygnt einu sinni) hafa mest áhrif á stærð þessara gilda sem veldur því að þau verða lág, þegar sókn er mikil og/eða þegar stórir árgangar koma inn í stofn- inn. Sýnt hefur verið fram á hjá þorski í Kanada að meðalfjöldi hrygninga/nýliða er á bilinu 1,5-3,5 við sókn (F) á bilinu 1,0-0,1. Með sörnu aðferðunt var áætlað fyrir íslenska þorskstofninn að fjöldi hrygninga/nýliða hafi verið á bilinu 0,4- 1,6 á árunum 1955-2000, þar sent lægsta gildið fékkst árið 1975 og hæsta gildið árið 1955. Þessi gildi eru svipuð og Jón Jónsson fékk með talningu gotbauga í kvörnum. Niðurstöður Jóns sýna, að á árunum 1945-1949, eftir að stofninn hafði notið talsverðrar friðunar á stríðs- árunum, hafi hver þorskur sem náði kynþroska hrygnt að meðaltali 2,5 sinn- um, en með vaxandi sókn fór þessi tala sílækkandi og var komin niður í 1,2 á tímabilinu 1960-1964. 3b) Getur kynþroskaaldur þorsks breyst vegna breytinga í umhverfi sjáv- ar? Kynþroski þorsks er að mestu háður stærð. Hængar verða fyrr kynþroska en hrygnur. Þannig voru 50% hænga orðin kynþroska við 70 cm lengd samanborið við hrygnur sem höfðu ekki náð 50% kynþroska fyrr en við 77 cm lengd á ár- unum 1985-1999. Einnig hefur verið sýnt fram á að vöxtur og ástand hefur á- hrif á aldur og stærð við kynþroska. Fiskar sem eru i betri holdum, þó að þeir séu á sama aldri eða jafnstórir, verða fyrr kynþroska en þeir sem eru í lélegum holdum. Því er ljóst að þeir þætlir í um- hverfinu sem hafa áhrif á fæðuframboð og vöxt þorsks geta haft töluverð áhrif á aldur og stærð við kynþroska. 3c) Hvað djúpt getur þorskurinn hrygnt? Almennt hrygnir þorskur tiltölulega nálægt landi á 50-150 m dýpi. Þó er einnig vitað til þess að þorskur hrygni á meira dýpi í hlíðum landgrunnsins. Þorskhrygnur í hrygningarástandi hafa veiðst í landgrunnshlíðunum bæði suð- ur og vestur af landinu. Á þessum svæð- um hafa veiðst hrygnur með rennandi hrogn á 300-500 m dýpi. □ Við hjá SH umbúðum leggjum metnað okkar í að veita þjónusm sem byggir á þörfum fiskframleiðenda til sjós og lands. Vöruflokkar eru: Pappakassar Plast Öskjur Rekstrarvörur SH umbúðir annast innkaup og sölu á umbúðum og ýmsum rekstrarvörum fyrir sjávarútveginn. Deildin nær í krafti stærðar sinnar á íslenska markaðnum hagstæðu verði fyrir viðskiptavini sína með útboðum. 0 | SH umbúðir IFPC Packaging Lager og sala, Héöinsgötu 2, 105 RvíK Sími: 560 7881 • Fax: 581 4215 Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.