Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 45
a.m.k. á öllum Norðurlöndunum að sam-
tök kaupskipaútgerðanna skuli ekki láta
sig þetta mál varða, því fyrr eða síðar
munu þau standa frammi fyrir þeirri
staðreynd að alþjóðleg samkeppni nái til
allra sjóflutninganna til og frá íslandi,
ekki bara flökkusiglinganna eins og nú
er.
Reynslan frá Danmörku
í Sjöoffiseren, 3.tbl. þessa árs, sem er
félagsblað norskra skipstjóra og stýri-
manna eru tvær greinar og fjalla þær
báðar um samkeppni í sjóflutningum og
hvaða ráðum var beitt í Danmörku og
ennfremur er sagt frá væntanlegum að-
gerðum í Sviþjóð.
Um reynsluna sem fengist hefur í Dan-
mörku frá 1988 þegar Danir settu alþjóð-
legu skipaskrána -DIS - á laggirnar segir
m.a. í lauslegri þýðingu.
„Afstaðan til alþjóðlegrar samkeppni
og nauðsynin á að standast hana og jafn-
framt að hindra útflöggun danskra skipa,
var aðal ástæða danskra stjórnvalda til að
stofna “Danmarks Internationalt Skibs-
regester” -DIS-. Á þeim tíina fengu dönsk
stjórnvöld staðfest að sjómennirnir á
skipum í öðrum alþjóðlegum skipaskrám
greiddu ekki skatta til heimalandsins. Af
þeirri ástæðu þótti nauðsynlegt að að
breyta skattareglunum. Með þeirri breyt-
ingu urðu sjómenn á DIS skipunum
undanþegnir því að greiða skatta hvort
sem þeir búa í Danmörku eða ekki. Þar
með kom til sögunnar hugtakið “nettó-
laun og nettólaunafyrirkomulag”. Jafn-
framt þessu voru gerðir sérstakir kjara-
samningar fyrir áhafnir á skipum í DIS
skipaskránni, sem tóku mið af þessum
sérstöku kringumstæðum. DIS fyrir-
komulagið styrkti samkeppnisstöðu bæði
áhafnanna og útgerðarinnar. Allt þetta
lækkar mönnunarkostnað útgerðanna
um 30-40 prósent. Jafnframt halda sjó-
mennirnir kaupmætti sínum”.
Danski atvinnu- og siglingamálaráð-
herrann Ole Stavad lýsir árangrinum af
DIS sem frábærum (suksess). í greininni
kemur fram að kaupskipaútgerð í Dan-
mörku er orðinn næst stærsti útílutn-
ings-atvinnuvegur þjóðarinnar og að 70
prósent af áhöfnum DIS flotans séu Dan-
ir.
Svíar grípa til aðgerða
Um það sem er að gerast í Svíþjóð í
þessum efnum segir m.a. í endursögn og
þýðingu:
„Haustið 2000 tilkynnti Göran
Person, forsætisráðherra, að ríkis-
stjórnin í Svíþjóð hefði hug á að
styrkja samkeppnishæfni sænska
kaupskipaflolans. Hann taldi að
skapa þyrfti jákvætt hugarfar þannig
að útgerðum og mönnum sem starfa
á skipum undir sænskum fána verði
búin sömu kjör og tíðkast í öðrum
Guðlaugur Gislason fynyerandi fram-
kvæmdastjóri SKSt
Vestur- Evrópulöndum, sem hafa
gert ráðstafanir til styrktar sam-
keppnishæfni kaupskipaflota síns.
Við verðurn að standa vörð um sænska
kaupskipaútgerð (skipsfartneringen),
sagði forsætisráðherrann. Hann fékk al-
mennan stuðning við þetta sjónarmið í
sænska þjóðþinginu. Upphaflega var ætl-
unin að hinar nýju aðgerðir tækju gildi
1. janúar 2002 en þinginu fannst ástæða
til að flýta þessari tímasetningu, vegna
mikilvægi málsins, og ef alh gengur eftir
tekur hið nýja fyrirkomulag gildi 1. júlí
2001.
í áliti samgöngunefndar þingsins (sem
málefni skipaútgerðarinnar falla undir)
kemur fram að hún sé samþykk tillögum
ríkisstjórnarinnar í fjárlagaáætlun fyrir
árið 2001 um að slá þurfi skjaldborg um
sænsku kaupskipaútgerðina og að þetta
gildi ekki síst um sænsku ferjurnar sem
sigla til Noregs. Nefndin óskaði líka eftir
tillögum ríkisstjórnarinnar, sem taki gildi
frá og með árinu 2002, og leggur jafn-
framt áherslu á að nauðsynlegt sé að
flýta öllum aðgerðum sem rniða að því
að styrkja stöðu kaupskipaflotans m.a.
með tilliti til aukinnar samkeppnishæfni
dönsku kaupskipaútgerðarinnar. Sam-
göngunefndin telur því að þörf sé á að
hrinda i framkvæmd aðgerðum nú þegar
fyrir árið 2001 og koma með því í veg
fyrir útflöggun sænskra skipa.
Stjórnskipaður vinnuhópur lagði til, í
skýrslu sinni, að Svíþjóð taki upp virkt
nettólaunakerfi, sem veiti sænskum út-
gerðum stuðming sem jafngildi skatti og
launatengdum gjöldum (sosialafgifter)
fyrir sjómenn á flutningaskipum og far-
þegaskipum.
Allir stjórnmálaflokkarnir, að undan-
skildum “Moderata Samlingspartiet”,
styðja þessar tillögur. Afstaða þeirra virð-
ist vera byggð á varfærni við opinberan
stuðningi í atvinnulífinu.
Nýju hugmyndirnar innifela m.a. að
komið verði á svokölluðu nettólaunafyr-
irkomulagi fyrir sænska sjómenn á tank-
skipurn, flulningaskipum, sérbúnum
skipum (spesialskipum) og farþegaskip-
urn. Samkvæmt tillögunum rnunu út-
gerðirnar ekki greiða skatt eða launa-
tengd gjöld vegna skipverjanna sem
starfa á sænskum kaupskipunum. Þetta
lækkar mönnunarkostnaðinn um 30-40
prósent í samanburði við það sem gerist
t.d. á norskum ferjum í utanlandssigling-
um.
Miðað við stærð sænska kaupskipaflot-
ans kosta þessar nýju stuðningsaðgerðir
samtals 1,3-1,4 miljarða sænskar krónur
(13-14 miljarða ísl. kr.). Stuðningur við
sænsku kaupskipaútgerðina er nú u.þ.b.
525 miljónir sænskra króna á ári. Til
samanburðar nemur stuðningur norska
ríkisins 330 miljónum norskra króna.
N ettólaunaker fi
í umræðunni á sænska þinginu í des-
ember 2000 um framtíð sænsku kaup-
skipaútgerðarinnar, var á það bent að
breyting sú sem átti sér stað í Danmörku
á rekstrarfyrirkomulagi danska kaup-
skipaflotans fyrr á árinu hljóti að leiða til
stórfelldra vandræða, fyrir sænsku far-
þegaferjurnar sem eru í utanlandssigling-
um.
Breyting danska þingsins (Folketinget)
á lögunum urn Dönsku alþjóðaskráning-
una (DIS) leiddu til þess að útgerðir far-
þegaferjanna í utanlandssiglingum gátu
skráð þær í DIS og gerði þeim mögulegt
að nota nettólaunafyrirkomulag fyrir á-
hafnirnar. Þessi breyting (líkt og sú sem
nú er í burðarliðnum í Svíþjóð) lækkar
mönnunarkostnað útgerðanna verulega
og styrkir samkeppnishæfnina tilsvar-
andi.
Nefndin bendir á að nettólaunakerfið
sem hún gerir tillögu um korni í öllum
atriðum til móts við þær kröfur sem
hagsmunaaðilar í sænskri útgerð hafi
gert um aðgerðir til langs tíma. Jafnframt
tekur nefndin fram að þessar aðgerðir,
sem hún leggur til, séu algjört hárnark á
ríkisstyrk miðað við fyrirmæli fram-
kvæmdastjórnar ESB. Þetta þýðir að hér
eftir eru það stjórnendur atvinnugreinar-
innar sem bera ábyrgð á að skip skráð í
Svíþjóð geti mætt alþjóðlegri samkeppni.
Frekari stuðningur frá ríkinu hvað varða
áhafnarkostnað getur því ekki kornið til.
Okkar aðaltillaga er fullur frádráttur á
sköttum og launatengdum gjöldum í
samræmi við gildandi reglur um ríkis-
Sjómannablaðið Víkingur - 45