Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Qupperneq 47
Örstutt viðkoma í brúnni á Skeiðfaxa sem hefur flutt tvœr milljónir tonna af sementi Fjórtán og hálfur hringur Jfca. SRCiurAxi Skeiðfaxi leggst að bryggju i Reykjavík. Ef einhver heldur að reglubundnar siglingar milli Akraness og Reykjavíkur hafi lagst af með tilkomu Hvalfjarðar- ganganna og brotthvarfs Akraborgar þá er það misskilningur. Sementsflutninga- skipið Skeiðfaxi siglir stöðugt á milli með sínar fjórar kúlur uppúr dekkinu og lætur ekki fara mikið fyrir sér. Enda flyt- ur Skeiðfaxi hvorki fólk né bíla heldur sement sem byggingaróðir höfuðborgar- búar gripa fegins hendi og breyta í stein- steyptar blokkir, raðhús, einbýlis- hús, verslunarhallir og Guð veit hvað. Það má segja að þau séu ófá íbúahverfin sem Skeiðfaxi hefur flutt til Reykjavíkur, ef svo má að orði komast. Safnast þegar saman kemur og okkur lék forvitni á að vita hvað Skeiðfaxi væri búinn að flytja mikið af sementi frá því hann hóf siglingar árið 1977. Við sátum fyrir Skeiðfaxa þegar hann lagði að bryggju á kyrru síð- degi við móttöku Sementsverk- smiðjunnar í Reykjavik. Einar Ein- arsson stýrimaður var frarná við annan mann en Ingimar Magnús- son skipstjóri lagði fimlega uppað eins og hann væri að leggja smábíl í stæði. Það var bundið í hvelli og Einar stýrimaður var fljótur að tengja dælur við sementstanka skipsins. Þegar við komum um borð var lngimar í brúnni, þrek- vaxinn maður og rólegur í framkomu. í þann mund var Einar kominn upp og þegar tölulegar staðreyndir voru heimt- aðar á borðið, setti Ingimar upp gleraugu og blaðaði í pappírum. ,Já, þetta er hérna. Þann 26. apríl síð- ast liðinn var Skeiðfaxi búinn að flytja tvær milljónir tonna af sementi og sigla 314.917 mílur. Hvað varst þú svo búinn að reikna út, Einar?” „Þetta samsvarar því að skipið hafi siglt fjórtán og hálfan hring umhverfis jörðina,” svaraði stýrimaður af bragði. Við fórum að reyna að rengja þessa út- reikninga en gáfurn það upp á bátinn því Einar var með þetta allt á hreinu. (Auk þess eru blaðamenn yfirleitt lélegir í reikningi). Ingimar er búinn að vera 19 ár á Skeiðfaxa, þar af skipstjóri frá 1996. Fastráðnir skipstjóra á undan honum voru Haraldur Jensson og Kristján Krist- jánsson svo það eru ekki tið mannaskipti í brúnni. Ingimar segir að ein ferð frá Akranesi til Rcykjavíkur og aftur lil baka með lestun og losun taki venjulega um 10 klukkustundir, en skipið lestar rúm 400 tonn i ferð. Þá fer Skeið- faxi stundum til Isafjarðar og Ak- ureyrar en það eru einu staðirnir úti á landi sem geta tekið við sem- enli í lausu. í fyrra var metsala hjá Sementsversksmiðjunni á Akra- nesi, 140 þúsund tonn og af því voru 110 þúsund tonn flutt með Skeiðfaxa. Það eru fjórir í áhöfn en tveimur bætt við þegar farið er á ísafjörð eða Akureyri. Skipverjar búa allir á Akranesi nema Einar stýrimaður sem er nýfluttur í Grafarvoginn. En ætlar Ingimar skipstjóri að vera önnur 19 ár í brúnni á Skeiðfaxa? „Ef Guð lofar og Ingibjörg vill.” □ Tveir stæltir og stœðilegir í brúnni: Einar Einarsson stýrimað- ur og lngimar Magnússon skipstjóri. Sjómannablaðið Víkingur - 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.