Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 49
þjóða Siglingastofnuninni. Það táknar að réttindi íslenskra skipstjórnarmanna eru þar með viðurkennd af þeirri stofnun. Menntunarmál íslenskra skipstjórnar- manna eru því komin undir eftirlit IMO, sem á að tryggja að námið fullnægi stöðugt öllum alþjóðakröfum. Menntun skipstjórnarmanna hefur verið að “al- þjóðavæðast” á síðustu árum og hefur námsefni Stýrimannaskólans í Reykjavík þróast i þá átt. Með aðild íslands að STCW alþjóðasamningnum um mennt- un, þjálfun og vaktsöður sjómanna hefur ísland tekið á sig þær skuldbindingar að mennta og þjálfa sína sjómenn innan viðurkennds gæðaeftirlitskerfis sem við- urkennt verði af IMO og gefur það visst aðhald í menntunarmálum, sem er mikil- vægt á þeim tímum þegar vaxandi þrýst- ingur er á skyndilausnir í mönnun skipa. Innan skólanefndar Stýrimannaskólans í Reykjavík helur komið fram að LÍÚ vill kanna möguleika á að stofna “Fræðslu- miðstöð fiskveiða og siglinga” með breyttu námsfyrirkomulagi sem Far- manna- og fiskimannasamband íslands telur ekki tímabært að taka til umræðu á meðan fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga sem kveður m.a. á um breytingar á atvinnuréttindum skipstjórnarmanna. Er einnig rétt að benda á að með þeirri breytingu sem gerð var á skólanum og námi innan hans, úr bekkjarkerfi í á- fangakerfi, sem nú fyrst er að komast í framkvæmd, og vonir eru bundnar við, er óráðleg að setja menntunarmál skip- stjórnarmanna í uppnám, eina ferðina enn, áður en reynsla er komin á hið nýja kerfi. Stýrimannaskólinn verður að fá frið til að sanna sig í nýju kerfi. íslenskir skipstjórnarmenn hafa sýnt endurmenntunarnámskeiðum lítinn á- huga til þessa, nema námskeiðum sem eru „lögbundin” þ.e. GMDSS, IMDG og þess háttar. Einstaka útgerðir hafa þó boðið upp á námskeið, sem hafa verið sæmilega sótl og hefur Stýrimannaskól- inn auglýst námskeið af ýmsurn toga fyr- ir skipsljórnarmenn, en því miður orðið að fella niður íjölda þeirra, vegna ónógr- ar þátttöku. Ber að fagna því þegar út- gerðarfyrirtæki sýna frumkvæði í endur- menntun sinna starfsmanna en um leið að harma ef lítill áhugi er meðal skip- stjórnarmannanna sjálfra að sækja slík námskeið. Menntun kostar sitt, en menntun er fjárfesting sem borgar sig til framtíðar, en engin menntun er ókeypis. Nýlega eignaðist skólinn svokallaðan sjónsamlíki (Visual Simulatior), þar sem hægt er að leggja að og frá bryggju og sigla skipum af ýmsum stærðum og gerð- um við næstum hvaða aðstæður sem er. Er hér um mikið framfaraspor að ræða fyrir þjálfun skipstjórnarmanna sem enn- þá er meira sniðið fyrir farmenn en fiski- rnenn og ætti það að verða keppikefli að bæta þennan þátl þjálfunarinnar með Þania cru m.a. Friðrik Höskuldsson, Einar H. Valsson og Kristján Cuðmundsson. á „eigin” skipum við fjölbreyttar aðstæð- ur. Er það von stjórnar FSK að félagar gefi sér meiri tíma til að sækja námskeið og helst að gera endurmenntun að föstum lið í sinni dagskrá. Norðurlandasamstarf SKSÍ hefur að venju verið í góðu sam- starfi við systurfélög sín á Norðurlöndum Haustfundurinn 2000 var svo haldinn í Kaupmannahöfn 11. til 13. október s.l. og sótti Guðjón Petersen fundinn fyrir hönd félagsins. Voru mörg mál rædd á fundinum en þau helstu voru, auk grein- argerða frá einstökum aðildarlöndum, “Shipboard Management - ISM-koden, framtíð sjómannamenntunar, Sole vakt- reglur, alþjóðasamstarf, og Norðurlönd og Evrópusambandið. Ásgrímur Ásgrímsson og Ómar Karlsson voru meðal fundarmanna. Benedikt Valsson, Lárus Crimsson og Örn S. Daníelsson. víðtækari útfærslum í fiskveiðiherma einnig, þar sem hægt er að æfa beitingu skipa við hinar ólíkustu veiðiaðferðir. Klæðskerasaumuð námskeið fyrir hafnsögumenn, starfandi skipstjóra og stýrimenn verða væntanlega í boði, þar sem mönnum gefst kostur á að þjálfa sig og var samþykkt á stofnfundinum að halda því samstarfi áfrant af hálfu FSK. Var vorfundur Nordisk Navigatörkongres haldinn á íslandi dagana 14. til 16. júní s.l. og þóttist takast vel. Buðum við uppá fundaraðstöðu í Sæbóli en hinir erlendu gestir gistu á Hótel Eddu á Laugarvatni. Sjómannablaðið Víkingur - 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.