Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 67
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Dómar falla Skipstjórinn á olíuskipinu Jessica sem strandaði á Galapagos- eyjum í janúar sl. og varð þess valdandi að 800 tonn af olíu láku i sjóinn var dæmdur í 90 daga fangelsi og sviptingu rétt- inda af dómstólum á eyjunum. Skipstjórinn Tarquino Arevalo sagði fyrir réttinum að hann lýsti sig ábyrgan fyrir strandi skips- ins en ekki á þeirri mengun sem það olli. Hann var engu að síður dæmdur fyrir mengun auk þess að hafa brotið fjölda laga, ekki verið með öryggisatriði í lagi um borð í skipi sínu og að hafa verið á sigbngu um hafsvæði sem krefðist nákvæmi í sigl- ingu án þess að hafa kveikt á ratsjá. Eins og hefur komið í fréttum fjölmiðla reyndist ekki unnt að ná þessu 2000 tonna skipi af strandstað. Enn af laumufarþegum Tveir munaðarleysingjar, 12 og 14 ára, fundust um borð í stórflutningaskipinu Patria i höfninni í Bilbao í lok april s.l. Tókst þeim að komast um borð í skipið meðan það lestaði í höfn í Ghana. Ákveðið var af spænskum yfirvöldum að leyfa þeim að vera á Spáni þar til þeir ná 18 ára aldri og var þeim komið fyrir á munaðarleysingjahæli. Mikið hefur verið unt laumufarþega um borð í skipum sem koma til hafnar í Bilbao það sem af er þessu ári en laumufarþegar hafa fundist í 8 skip- um sem þangað hafa komið. Ólöglegir innflytjendur í janúarmánuði fundust 644 ólöglegir innflytjendur í ferjum P&O Stena skipafélagsins við öryggiseftirlit í höfninni Calais og 130 í Sea France. Þessi mikli fjöldi ólöglegra innflytjenda sem skipafélagið fann við reglubundið eflirlit hefur valdið miklum á- hyggjum og sýnir enn frekar þá miklu innreið sem á sér stað inn í Evrópu af slíku fólki. Ekki réttir pappírar Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur hrundið í fram- kvæmd rannsókn á útbreiðslu falsana á skírteinum sjómanna en 54 aðildaríkja stofnunarinnar hafa tilkynnt um rúmlega 12600 fölsuð atvinnuskírteini sem tekin hafa verið úr umferð. Vélastærðin ræður ferðinni Lykilinn að því að gámaskip sem geta borið meira en 10.000 gámaeiningar (TEU) virðist vera vélaraflið sem slík skip þurfa. Stærstu vélar sem þegar eru til eru 97.000 bremsuhestöfl (bhp) sem gætu gefið 9.000 teus skipi gang upp á 25 hnúla en það er sá ganghraði sem gámaskipin þurfa í dag til að vera samkeppn- isfær á markaði. MAN B&W eru að hanna nýja vél, K98MC, en sú vél er 14 strokka og eru þeir mun stærri en áður hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessi vél muni skila 109.000 bhp sem ættu að gefa 10.000 TEU skipi 25 mílna ferð. Annar kost- ur er þó í stöðunni en það er að hafa slíkt skip tveggja skrúfu, með tvær 8 strokka vélar með samtals 125.000 bhp en slíkur kostur myndi verða mjög óhagstæður sökum mikils olíukostn- aðar. Styrkja skipasmíðar Það hlaut að koma að því að eitthvað myndi gerast í málefn- um skipasmíðaiðnaðarins. Nú er Evrópuráðið að íhuga að styrkja evrópskar skipasmíðar um 21% til að þær verði sam- keppnishæfar við verðlag í Kóreu. Þetta verður kannski lil þess að hægt verði að smíða íslensk skip i Evrópu á nýjan leik. Mælingar skipa skapa hættu Hollenskir sérfræðingar hafa látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeim mælinga og hleðslureglum sem Alþjóðasiglingamálastofn- unin og Evrópuráðið hafa sett en þeir telja að þær hafi öfug á- hrif á hönnun skipa. Benda þeir á að til þess að draga megi úr tonnastærð gámaskipa eru allt of mörgum gámum ætlað að vera komið fyrir á þilfari. Löng og mjó skip eru dæmd til að velta mikið og lítill bakki gerir það að verkum að skipin eru stöðugt að taka inn sjói á bakka. Stórflutningaskipin eru byggð bakka- laus, gámar eru hafðir án sjóbúnaðar og svo eru tveggja botna olíuskip einnig áhyggjuefni þeirra hollensku. Reyna að bæta ástandið Hondurasfáninn hefur ekki verið hátt skrifaður á síðum hafn- arríkiseftirlitsins og er jafnframt neðst á svarta lista Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar. Nú hafa menn þar í landi tekið til hendinni og ætla að reka af sér þetta slyðruorð að vera rusla- kista heimsflotans og þá lélegasti siglingafáni heirns með því að strika skip út af skipaskrám sínum sem ekki fullnægja lág- markskröfum um öryggi. Samtals hafa 1500 skip verið strikuð út af skipaskránni á síðustu 18 mánuðunt og er það nærri helmingur heildarflota landsins. Skipin sem strikuð voru út voru flest orðin mjög gömul eða þá að ekki höfðu verið greidd tilskilin gjöld af þeim en slík skip voru gjarnan tengd glæpa- samtökum. Nú er telur floti Honduras 1900 skip. Nýji Smyril verður hið glœsilegasta skip. Nýr Smyril Það er ekki að spyrja að frændum vorum Færeyingum. Þeir eru að láta smíða nýja Norrænu en Strandfaraskip Landsins, sem eiga Smyril sem áður sinnti siglingum Norrænu, hyggja einnig á nýsmíði. Það er Smyril sem á að skipta út fyrir nýja skipinu en síðan hann hætti siglingum til íslands hefur hann verið i siglingum milli Þórshafnar og Suðureyja. Skipið sem til stendur að byggja verður 135 metra langt og á að geta ílutt 200 bíla en farþegafjöldinn verður yfir sumartímann 975 farþegar og á vetrartímanum 800 eða sami fjöldi og sá gamli getur flutt. Verið er að leita tilboða í smíði skipsins bæði í Evrópu, Austur- löndum fjær og svo að sjálfsögðu í fyrirheitnalandi skipasmíð- anna Kína. Systurskip Smyrils, Teistin, var selt árið 1996 til Ítalíu og þá er bara að sjá hvert gamli Smyril fer. Gleymdu að skoða launin EuropeAid Co skrifstofa Evrópuráðsins hefur átt í erfiðleikum með að gera grein fyrir því að hafa verið með á leigu llutninga- skip þar sem áhöfninni voru greidd laun sem voru undir lág- markslaunum ITE Það voru ITF menn sem upplýstu um málið en þeim þótti það stríða á móti þeirri stefnu sem Evrópuráðið hefur í gæðamálum útgerða kaupskipa en skipið sem um ræddi var notað til flutninga á hjálpargögnum frá Evrópuráðinu til Bangladesh en svo virðist sem að sú hjálp hafi átt að komast á sem ódýrasta hátt til síns heirna. Það virðist vera sama hvaða loforð og stefnur eru settar, þær eru brotnar um leið og menn sjá einhverja peninga í sigtinu. Sjómannablaðið Víkingur - 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.