Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 68
Stækka skurðinn Ég hef verið á þessum siðum að boða ykkur lesendum góðum komu gámaskipa sem geta flutt allt að 10.000 gáma þótt ekki sé enn komið skip yfir 7.000 TEU’s. En þeir í Panama eru þó komnir aðeins lengra því nú hyggja þeir á stækkun skipastigans hjá sér með því að setja inn þriðja stigann sem á að geta tekið 12.000 gáma skip í gengum skurðinn. Pað er ljóst að all víða er farið að gera þær ráðstafanir að útgerðarmenn sjái engar hömlur á að hleypa stærri og stærri gámaskipum í hina hörðu sam- keppni um flutningana á heimshöfnum. Grískar ferjuútgerðir eru ekki allar með gömul skip en 77 ferjum verð- ur að skipta út á næstu árum Minnka meðalaldurinn Gríska ríkisstjórnin hefur sett fram þá kröfu að allar ferjur eldri en 30 ára eigi að endurnýjast fyrir árið 2006. Þetta þýðir að 77 af 124 þarlendum ferjum munu verða teknar úr rekstri fyrir þennan tima. Þessi krafa á eftir að reynast litlum ferjufyr- irtækjum erfið í framkvæmd þar sem þær verða bæði að finna ný skip og fjármagn til að kaupa þau. En ríkisstjórnin stendur föst á sínu þrátt fyrir mótmæli og ber fyrir sig að þetta verði krafa Evrópuráðsins og hana nú. Ryðhaugur mánaðarins Fyrir skömmu útnefndi Paris MoU, eða hafnaríkiseftirlitið, sitt mánaðarlega lélegasta skip sem þeir kalla ryðdollu mánaðar- ins. Það þykir ekki vera alveg það besta að fá þessa vafasömu útnefningu en að þessu sinni hlaut hana flutningaskip sem hvorki hafði rétt nafn, rétt IMO núnier eða rétt skipsskjöl. Skipið var í eigu útgerðar í Georgíu en skráð í Kambódíu og var það með nafnið M Trans 1 en átti í raun að vera Primo. Alls voru 47 atriði sem reyndust vera í ólagi þegar skipið var skoðað og er ólíklegt að það ntuni sigla mikið um heimshöfin á næstu mánuðum. /■„ Bílamir hurfufrá borði háhraðaferjunnar Stena Discovery. Líka sjóbúa í logni Það er betra að sjóbúa farm þótt jafnvel veður sé eins og best verður á kosið, logn og sléttur sjór. Það var alla vega sú niður- staða sem áhöfnin á háhraðaferjunni Stena Discovery komst að fyrir skömmu. Ferjan er í siglingum í Ermasundi ntilli Hoek van Holland og Harwich og tekur bæði bíla og farjtega. Vöru- bifreið sem var um borð hafði ekki verið bundin en einungis settir klossar við framhjól hennar. Þegar ferjan var komin á fulla ferð í Ermasundinu fór vörubifreiðin af stað þar sem gleymst hafði að setja hana í handbremsu og tók hún með sér þrjá pallbíla að skutlokunni sem jafnframt er keyrslubrú inn í skipið. Og ekki nóg með það heldur tókst þessum bifreiðum að mynda slíkann þrýsting að skuthurðin opnaðist og út sluppu bílarnir allir saman. Ferjan komst til hafnar á ný en enginn hefur séð bílana aftur. Þeir hafa kanski bara verið sjóveikir. Langtímaleiga Útgerðin SeaContainers hefur gert 40 ára samning við grísku ríkisstjórnina unt að annast rekstur Korintuskurðsins. Útgerðin sér hag í að taka að sér jrennan rekstur og bendir að vegna hækkandi olíuverðs muni skip í auknu mæli nýta sér skurðinn. Árlega fara um 12.000 skip unt skurðinn en SeaContainers ætla að fjárfesta fyrir um 3 milljónir bandaríkjadala í farþega- og ferjubryggjum við skurðinn auk aðstöðu fyrir ferðamenn og með því móti lokka fleiri skemmtiferðaskip til að nýta sér þenn- an einstaka skipaskurð □ DNG handfæravindur og STK staðsetningarkerfi Átaks- og lengdarmælingar fyrir togskip og dragnótabáta Sjóvéla línukerfi og LineTec stjórnbúnaöur VAKI DNG Armuli 44 • 108 Reykjavik sími 595 3000 • fax 595 3001 Lónsbakki • 602 Akureyri sími 461 1122 • fax 461 1125 www.vaki.is v a k i @ v a k i. i í 68 - Sjómannablaöið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.