Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingurinn
OG UPPLÝSINGASAMFÉLAGIÐ
Náttúrufræðingurinn er með elstu
tímaritum landsins og hefur komið
samfellt út frá 1931. Hann hefur jafnan
haft töluverða útbreiðslu bæði meðal
fræðimanna og áhugamanna um nátt-
úrufræðileg efni. Á forsíðu fyrsta heft-
is stóðu einkunnarorðin „alþýðlegt
fræðslurit í náttúrufræði" og eins og
sjá má á síðunni hér á móti eru þetta
enn kjörorð blaðsins. Enginn formáli
eða leiðari var í fyrsta heftinu en útgef-
endurnir, Árni Friðriksson og Guð-
mundur G. Bárðarson, fylgdu ritinu úr
hlaði með lítilli tilkynningu á kápu-
síðu. Þar stóð m.a.: „í h'mariti þessu
verða birtar smágreinar, við alþýðu
hæfi, um ýmis efni í dýrafræði, grasa-
fræði, jarðfræði, landafræði, eðlis-
fræði, efnafræði, stjörnufræði og öðr-
um greinum náttúrufræðinnar. Fái
ritið sæmilegar viðtökur er svo til ætl-
ast, að út komi minnst 12 arkir á ári,
eða sem svarar einni örk á mánuði, og
kostar hver örk 50 aura. I hverri örk
verða fleiri eða færri myndir efninu til
skýringar". Undir tilkynningunni var
svo auglýsing frá Sportvöruhúsi
Reykjavíkur um nýjustu gerð mynda-
véla. Auglýsingar á útsíðum eru því
ekki nýnæmi í þessu riti. Náttúrufræð-
ingurinn hefur vaxið og dafnað í rúm
70 ár og hefur átt því láni að fagna að
allir helstu náttúruvísindamenn
landsins hafa skrifað í hann. Hann hef-
ur gengið í gegnum nokkur breytinga-
skeið bæði hvað efnistök og einkum
þó útlit varðar, en heldur þó fast í þau
megingildi sem mótuðust strax á upp-
hafsárunum. Hann leitast jafnan við
að birta vandaðar fræðilegar greinar í
aðgengilegum búningi í bland við létt-
ara mál, skreyttur myndum og kort-
um „efninu til skýringar". Tilgangur
ritsins er þó ekki aðeins sá að vera
vettvangur höfunda sem þurfa á slík-
um ritvelli að halda eða svalandi
brunnur fróðleiksþyrstri alþýðu, hann
hefur einnig það hlutverk að laða fram
greinar og hvetja menn til að koma
fræðum sínum á framfæri við lærða
sem leika og rjúfa þannig fræðilega
múra og faglega einangrun.
Náttúrufræðingurinn er vísindarit
og þar birta menn ritgerðir sem geng-
ið hafa í gegnum hreinsunareld fag-
legrar ritrýni. Hún er fólgin í því að rit-
stjórn sendir slíkar ritgerðir til
yfirlestrar og umsagnar færustu
manna á hverju sviði. Athugasemdir
eru síðan sendar höfundum og er til
þess ætlast að þeir taki tillit til þeirra.
Stundum er greinum hafnað. í vís-
indasamfélagi nútímans eru skrif í
viðurkennd fræðirit virt mönnum til
vegsauka og oftar en ekki til kaup-
auka, og í hinni hörðu samkeppni um
störf við háskóla og önnur fræðasetur
er það oft ritalistinn, einkum greinar í
virtum og ritrýndum fræðiritum, sem
skiptir sköpum um hvort menn
hreppa stöður eður ei.
Á síðustu árum hafa gamalgróin
vísindatímarit í æ ríkara mæli farið að
birtast á veraldarvefnum samhliða því
að þau eru / prentuð á hefðbundinn
hátt. Þannig háttar ekki til um Nátt-
úrufræðinginn, þótt á því geti orðið
breyting á næstu árum. Hins vegar fer
efnisyfirlit hans inn á upplýsingaveit-
ur veraldarvefsins og þar er hægt að
finna nöfn greina og höfunda og jafn-
vel útdrætti úr greinum. Fari menn
t.d. inn á íslenska bókasafnskerfið
Gegni og slái inn leitarorðið „Grýla"
birtast auðvitað ýmiskonar jólasögur
og þjóðsagnaefni en einnig titillinn
„Grýla hjá Varmá í Ölfusi" eftir Guð-
mund G. Bárðarson, fyrsta greinin
sem skriíúð var í Náttúrufræðinginn.
Setji menn hins vegar inn orðið „jökul-
todda" kemur óðara upp síðasta grein
síðasta heftis, „Jökultodda á íslandi"
eftir Leif Símonarson. I erlendum
gagnabönkum er Náttúrufræðinginn
einnig að finna; t.d. eru 110 greinar úr
honum á skrá hjá Georef sem segja má
að sé einn mikilvægasti netmiðill jarð-
fræðiheimilda.
Fyrir nokkrum árum gerði Guðrún
Pálsdóttir bókasafnsfræðingur merka
könnun á því í hvaða fræðirit íslenskir
vísindamenn vitnuðu mest í skrifum
sínum. Af innlendum ritum sat Nátt-
úrufræðingurinn öruggur í efsta sæti.
Þrátt fyrir þetta verður ekki sagt að
það sé offramboð á greinum til ritsins.
Sannast sagna vantar alltaf efni enda
eru margir um hituna - náttúrufræði,
náttúrulýsingar og náttúruviðburðir
eru vinsælt lesmál og það er bitist um
góðar greinar á þessu sviði. Fyrir
metnaðarfulla höfunda hefur Nátt-
úrufræðingurinn þó ýmsa góða kosti
fram yfir önnur rit, greinar þar hafa á
sér gæðastimpil hinnar kröfuhörðu
ritrýni, auðvelt er að nálgast þær því
ritið er til á flestum söfnum og efni
þess er skráð í mikilvæga gagnabanka.
Benda má á að tímaritið er löngu orð-
ið sígild heimild um náttúrufarsrann-
sóknir á íslandi. Óhætt mun því að
hvetja fræðimenn og áhugafólk til
þess að skrifa í Náttúrufræðinginn,
þeim skrifum er betur til haga haldið
en víðast annars staðar og ætlað
lengra líf.
Árni Hjartarson
formaður ritstjórnar
79