Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Láréttar jarðskorpuhreyfingar frá júni 2001 til mars 2003. Örvarnar sýna færslu GPS-mælipunkta, hringir sýna mælió- vissu. Stjarnan sýnir áætlaða legu kvikuhólfs. - Horizontai displacements of GPS-points measured between June 2001 and March 2003. The circles show the measurement uncertainty. The star shows the inferred position of the inflating magma chamber. miklu breiðara svæði. Hægt er að reikna út hverjar hreyfingarnar ættu að vera fyrir kvikuhólf á tilteknu dýpi. Það er gert með reiknilíkani sem kennt er við japanska eldfjalla- fræðinginn Mogi, sem fyrstur beitti þessari aðferð. Útreiknaðar hreyf- ingar má svo bera saman við mæld- ar hreyfingar og finna þannig hvaða dýpi gefur besta samsvörun. 3. mynd sýnir reiknaðan feril fyrir lóð- réttar færslur á yfirborði jarðar yfir kvikuhólfi á 4,9 km dýpi. Með GPS-landmælingum má ákvarða hreyfingar sem nema fáein- um millimetrum. Til þess þarf sér- staka gerð GPS-viðtækja og viða- mikla úrvinnslu mæligagna. GPS- mælingarnar umhverfis Kötlu á síð- ustu árum sýna ótvírætt að land rís um miðbik eldstöðvarinnar. Líkleg- asta túlkun mælinganna er að risið 5. mynd. Mælingamenn á Entu, Halldór Ólafsson og Jónas Erlendsson. GPS-mæling- arnar verður að gera á föstu bergi sem kemur fram í jökulskerjum. Hreyfingarnar mæl- ast mestar á Entu og Austmannsbungu, sem eru næstu mælipunktar við Kötluöskjuna. - Surveyors on the Enta nunatak, Halldór Ólafsson and Jónas Erlendsson. Nunataks provide outcrops of bedrock where GPS-measurements can be made. The largest dis- placements are measured on the Enta and Austmannsbunga nunataks. Ljósm./Photo: Erik Sturkell. 83

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.