Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 18
Ná ttúru fræðingurinn 5. mynd. Dr. Unnsteinn Stefánsson, prófessor emerítus og nestor íslenskra sjórann- sókna, við rannsóknastörf á björgunar-, varð- og rannsóknaskipinu „Maríu Júlíu". Myndin var tekin í svonefndu „Overflow"-verkefni Alþjóðahafrannsóknaráðsins íjúní 1960 á hafinu tnilli íslands og Færeyja. Ljóstn. Sv.A.M. 1965. Náin samvinna og vinátta var milli íslenskra sjórannsóknamanna og Jens Smed sem í krafti embættis stóð dyggan og ötulan vörð um gæði og vörslu gagna á sviði sjó- rannsókna. Af sjórannsóknum annarra en Dana á Islandsmiðum á fyrri hluta tuttugustu aldar skal að lokum nefna leiðangra Norðmanna í Græn- landssund 1929 og svo þýska leið- angra á rannsóknaskipinu „Meteor" í Grænlandshaf 1929-1935. í þýsku leiðöngrunum var auk hafeðlis- fræðilegra athugana mikil áhersla lögð á efnamælingar, einkum á nær- ingarsöltum. Rannsóknir ÍSLENDINGA Ahrifa frá dönsku hafrannsóknun- um á Norður-Atlantshafi og hér við land gætti áfram á Islendinga eins og dr. Bjarna Sæmundsson, fiski- og náttúrufræðing (1867-1940). Bjarni lét sér einnig annt um hafið sjálft. Auk hinnar kunnu bókar Fiskarnir (1926) ritaði hann m.a. bækurnar Sjór og loft (1919) og Sjór- inn og sævarbúar (1943). Næstur kom dr. Arni Friðriksson, fiskifræð- ingur (1898-1966) til skjalanna. Hann var fyrsti forstöðumaður ís- lenskra haf- og fiskirannsókna, sem hófust á vegum Fiskifélags íslands 1931 en færðust síðan til Fiskideild- ar Atvinnudeildar Háskólans 1937. Arni varð aðalritari Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins í Kaupmanna- höfn (1954-1965). Ráðið var stofnað 1902, m.a. að frumkvæði sumra þeirra norrænu haffræðinga sem nefndir hafa verið. Ráðið stuðlaði mjög að skipulegum haf- og fiski- rannsóknum á norðanverðu Norð- ur-Atlantshafi. Islendingar gengu í ráðið 1937. Að loknu seinna stríði hófust rannsóknir að nýju. Þá störfuðu fyrst aðeins tveir náttúrufræðingar eða líf- fræðingar á Fiskideild, en 1946 bætt- ist einn við og 1949 kom til starfa fyrsti sjófræðingurinn, Unnsteinn Stefánsson, prófessor emerítus og reyndar brautryðjandi íslenskra sjó- rannsókna (5. mynd). Hann var efna- fræðingur frá bandarískum háskóla 6. mynd. Varðskipið „Ægir" í Patreksfjarðarhöfn í september 1963. Ljósm. Sv.A.M. 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.