Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 56
N á ttúrufræðingurinn edulis) sem settist allt árið en næst- mest af rataskel (Hiatella arctica). Hörpudiskur (Chlamys islandica), gluggaskel (Heteranomia spp.), krók- skel (Serripes groenlandicus), kúfskel (Arctica islandica) og sandskel (Mya arenaria) voru einnig algengar en þessar tegundir fundust aðeins frá ágúst og fram í október/nóvember. Gimburskel (Astarte borealis), silki- hadda (Modiolaria discors), búlda (Thyasira spp.), hrukkusnekkja (Thracia myopsis) og mæruskel (Cyamium minutum eða Turtonia minuta) settust í mjög litlum mæli á safnarana og verður því ekki fjallað frekar um þær hér. 5. mynd. Ungur kræklingur (Mytilus edulis) (20-föld stækkun). Ljósm. Elena Guijarro Garcia. Kræklingur (5. mynd) var eina tegundin sem settist á safnarana allt árið. Skeljarnar sem settust á safnar- ana frá mars og fram í júní voru til- tölulega stórar (meðallengd 2-2,5 mm) (4. mynd) og fáar (31-264 stk./mán.) (3. mynd). Langflestar skeljar settust á safnarana frá ágúst til október en aðalásetan var í sept- ember (165.000 stk./mán.). Þessar skeljar voru allar smáar (meðallengd 0,5 mm). Frá nóvember og fram í janúar fækkaði aftur í söfnurunum (686-577 stk./mán.) en lengd skelj- anna hélst óbreytt (meðallengd 0,5 mm). Algengast var að skeljar settust á 5 m dýpi en sjaldnast á 15 m dýpi (3. mynd). Hrygningartími kræklings bæði vestan- og austanlands er frá júní til nóvember en aðalhrygningin er í júlí og ágúst (Guðrún G. Þórar- insdóttir 1996, Guðrún G. Þórarins- dóttir og Karl Gunnarsson 2003) og vestanlands er sviflæga tímabilið 3-5 vikur (Guðrún G. Þórarinsdóttir 1996). 6. mynd. Ung rataskei (Hiatella arctica) (20-föld stækkun). Ljóstn. Elena Guijarro Garcia. Rataskel (6. mynd) settist á safn- arana allt söfnunartímabilið að und- anskildum apríl og júní 1998. Aðalá- setan var frá ágúst til október en langmest settist á safnarana í sept- ember 1999 (43.000 stk./mán.) (3. mynd). Skeljar frá 0,25 til 3,7 mm að lengd fundust í söfnurunum en flesta mánuði ársins var meðal- lengdin 0,43-0,74 mm (4. mynd) sem gæti gefið til kynna að lítið hafi ver- ið um seinni ásetu skeljanna. Skelj- arnar settust mest á 5 og 10 m dýpi. Ekkert er vitað um hrygningu rata- skeljar en einstaklingar sem eru minni en 2,5 mm geta losað sig nokkrum sinnum eftir að þeir hafa sest og þá leitað uppi nýja setstaði (Jón Baldur Sigurðsson 1976). 7. mynd. Ungur hörpudiskur (Clamys islandica) (20-föld stækkun). Ljóstn. Sig- urgeir Sigurjóttsson. Hörpudiskur (7. mynd) settist á safnarana frá ágúst til nóvember en aðalásetan (2000 stk./mán.) var í september (3. mynd). Flestar ung- skeljar settust á safnarana á 10 m dýpi og var meðallengd þeirra 0,37- 0,45 mm (4. mynd). í Breiðafirði hrygnir hörpudiskur aðallega í júlí. Algengast er að lirfurnar setjist í september og eru þá um 0,4 mm að lengd (Guðrún G. Þórarinsdóttir 1993). Vitað er að árs- gamall hörpudiskur getur losað sig af setstað sínum og er skelin þá um 10 mm að lengd (Guðrún G. Þórar- insdóttir 1991). 8. mynd. Ung gluggaskel (Heteranomia spp.) (20-föld stækkun). Ljósttt. Elena Guijarro Garcia. Gluggaskel (8. mynd) settist að- eins á safnara í september (274 stk./ mán.) og október (38 stk./mán.) á 10 m dýpi (3. mynd). Meðallengdin var um 0,5 mm báða mánuðina (4. mynd). Kúfskel (9. mynd) fannst á söfn- urunum frá ágúst til október. Flest- 9. mynd. Ung kúfskel (Arctica islandioú (20-föld stækkun). Ljósttt. Eletta Guijarro Garcia. 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.