Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 56
N á ttúrufræðingurinn edulis) sem settist allt árið en næst- mest af rataskel (Hiatella arctica). Hörpudiskur (Chlamys islandica), gluggaskel (Heteranomia spp.), krók- skel (Serripes groenlandicus), kúfskel (Arctica islandica) og sandskel (Mya arenaria) voru einnig algengar en þessar tegundir fundust aðeins frá ágúst og fram í október/nóvember. Gimburskel (Astarte borealis), silki- hadda (Modiolaria discors), búlda (Thyasira spp.), hrukkusnekkja (Thracia myopsis) og mæruskel (Cyamium minutum eða Turtonia minuta) settust í mjög litlum mæli á safnarana og verður því ekki fjallað frekar um þær hér. 5. mynd. Ungur kræklingur (Mytilus edulis) (20-föld stækkun). Ljósm. Elena Guijarro Garcia. Kræklingur (5. mynd) var eina tegundin sem settist á safnarana allt árið. Skeljarnar sem settust á safnar- ana frá mars og fram í júní voru til- tölulega stórar (meðallengd 2-2,5 mm) (4. mynd) og fáar (31-264 stk./mán.) (3. mynd). Langflestar skeljar settust á safnarana frá ágúst til október en aðalásetan var í sept- ember (165.000 stk./mán.). Þessar skeljar voru allar smáar (meðallengd 0,5 mm). Frá nóvember og fram í janúar fækkaði aftur í söfnurunum (686-577 stk./mán.) en lengd skelj- anna hélst óbreytt (meðallengd 0,5 mm). Algengast var að skeljar settust á 5 m dýpi en sjaldnast á 15 m dýpi (3. mynd). Hrygningartími kræklings bæði vestan- og austanlands er frá júní til nóvember en aðalhrygningin er í júlí og ágúst (Guðrún G. Þórar- insdóttir 1996, Guðrún G. Þórarins- dóttir og Karl Gunnarsson 2003) og vestanlands er sviflæga tímabilið 3-5 vikur (Guðrún G. Þórarinsdóttir 1996). 6. mynd. Ung rataskei (Hiatella arctica) (20-föld stækkun). Ljóstn. Elena Guijarro Garcia. Rataskel (6. mynd) settist á safn- arana allt söfnunartímabilið að und- anskildum apríl og júní 1998. Aðalá- setan var frá ágúst til október en langmest settist á safnarana í sept- ember 1999 (43.000 stk./mán.) (3. mynd). Skeljar frá 0,25 til 3,7 mm að lengd fundust í söfnurunum en flesta mánuði ársins var meðal- lengdin 0,43-0,74 mm (4. mynd) sem gæti gefið til kynna að lítið hafi ver- ið um seinni ásetu skeljanna. Skelj- arnar settust mest á 5 og 10 m dýpi. Ekkert er vitað um hrygningu rata- skeljar en einstaklingar sem eru minni en 2,5 mm geta losað sig nokkrum sinnum eftir að þeir hafa sest og þá leitað uppi nýja setstaði (Jón Baldur Sigurðsson 1976). 7. mynd. Ungur hörpudiskur (Clamys islandica) (20-föld stækkun). Ljóstn. Sig- urgeir Sigurjóttsson. Hörpudiskur (7. mynd) settist á safnarana frá ágúst til nóvember en aðalásetan (2000 stk./mán.) var í september (3. mynd). Flestar ung- skeljar settust á safnarana á 10 m dýpi og var meðallengd þeirra 0,37- 0,45 mm (4. mynd). í Breiðafirði hrygnir hörpudiskur aðallega í júlí. Algengast er að lirfurnar setjist í september og eru þá um 0,4 mm að lengd (Guðrún G. Þórarinsdóttir 1993). Vitað er að árs- gamall hörpudiskur getur losað sig af setstað sínum og er skelin þá um 10 mm að lengd (Guðrún G. Þórar- insdóttir 1991). 8. mynd. Ung gluggaskel (Heteranomia spp.) (20-föld stækkun). Ljósttt. Elena Guijarro Garcia. Gluggaskel (8. mynd) settist að- eins á safnara í september (274 stk./ mán.) og október (38 stk./mán.) á 10 m dýpi (3. mynd). Meðallengdin var um 0,5 mm báða mánuðina (4. mynd). Kúfskel (9. mynd) fannst á söfn- urunum frá ágúst til október. Flest- 9. mynd. Ung kúfskel (Arctica islandioú (20-föld stækkun). Ljósttt. Eletta Guijarro Garcia. 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.