Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 66
N á ttúrufræðingurinn 5. mynd. Útlínur Surtseyjar 1967,1975 og 2002. Einnig er sýndur móbergskjarninn. Flatarmál hans er 0,39 knr. - Changes in the outline of Surtsey between 1967 and 2002. The estimated extent ofthe central core (about 0.39 km2) is indicated, consisting ofpala- gonite tuff(brown), volcanic necks (black) and lava resting on tuff (violet). 1960 1970 1980 1990 2000 6. mynd. Flatarmál Surtseyjar og emstakra jarðmyndana 1963-2002, samkvæmt mæl- ingum á loftmyndum. Eyjan öll mældist stærst 2,65 km2 við goslok vorið 1967 en var komin niður í 1,40 km2 sumarið 2002. - Areal changes of Surtsey and the three principal geological formations, 1963-2002 (in km2). The measuremcnts are based on aerial photographs on a scale of 1:5,000. Aerial measurements tnade during the eruption 1963-1967 are mainly from Þórarinsson (1966,1968). um tíma sem felast í þessu líkani eru heldur ekki í samræmi við að rofið fari að mestu fram við strönd- ina. Þetta líkan er því ónothæft þrátt fyrir góða tölfræðieiginleika. Við prófuðum einnig annað líkan (sjá 7. mynd) þar sem gert er ráð fyrir að eyjan sé keilulaga og rof- hraði miðað við rúmmál í réttu hlutfalli við strandlengjuna. Keilu- lögunin lýsir sæmilega þeim hluta eyjarinnar sem hraunið þekur (sjá 2. mynd) og það er af honum sem rof- hraðinn ræðst. Tanginn norður af eyjunni mun hverfa hratt þegar sjórinn hættir að bera að honum efni frá suðurhluta eyjarinnar. Þeg- ar þetta líkan er metið með öllum mælingum frá goslokum og reiknað hvenær flöturinn verði kominn nið- ur í 0,39 km2 fæst að það gerist á tæplega 160 árum. Enda þótt forsendur síðara lík- ansins séu í betra samræmi við fyr- irliggjandi vitneskju um rofið en veldiskúrfan, fellur það heldur lak- ar að gögnunum og tölfræðipróf sýna að stikar þess eru ekki stöðug- ir. Ef við sleppum mælingum fram- an af ferlinum lengist tíminn þar til eyjan verður komin niður í 0,39 knr svo að 160 ár frá goslokum er frem- ur vanmat en ofmat á tímanum þar til hraunið verður horfið vegna strandrofs. Mismunur líkana og mælinga hefur staðalfrávik tæplega 0,03 km2. Mæliskekkjur og óregla í rofinu, sem er lítið nema í aftakaveðrum sem koma óreglulega, eru eðlilegar skýringar á tölfræðilegri óreglu. Svona líkön eru óhjákvæmilega mikil einföldun á raunverulegum aðstæðum, bæði varðandi lögun og þá forsendu að efnið sem rofnar sé einsleitt með tilliti til rofhraða. Skekkja í þessum forsendum er nærtækasta skýringin á kerfis- bundnu tölfræðilegu misræmi gagna og líkans. Nánari lýsing á stærðfræði líkananna er í grein Sveins P. Jakobssonar o.fl. (2000). Þegar nægilega margar uppréttar lofmyndir og kort af Surtsey liggja fyrir, er að sjálfsögðu rétt að endur- skoða það líkan sem hér hefur ver- ið sett fram. 142

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.