Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 69
Guðmundur Eggertsson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags UPPRUNI lífs Fyrstu skrefin egar Louis Pasteur tókst um 1860 að sannfæra allflesta vís- indamenn um að líf kviknar ekki sjálfkrafa var enn ósvarað spurningunni um uppruna þeirra lífvera sem byggt hafa jörðina (Fry 2000, Guðmundur Eggertsson 2000). Fyrir þá sem ekki trúðu á guðlega sköpun lífsins var ekki nema um tvennt að ræða: Annað hvort hafði líf kviknað á jörðinni úr lífvana efni í árdaga eða það hafði borist þangað utan úr geimnum. Flestir telja nú mun líklegra að líf hafi kviknað hér á jörð og verður gert ráð fyrir því í þessari grein. Rétt er þó að hafa í huga að talið er mögulegt að lifandi örverur geti borist á milli hnatta í sólkerfi, t.d. frá Mars til jarðar, en afar ólíklegt er að þær geti borist á milli sólkerfa. Hvemig sem lífið hefur kviknað á fmmjörð verður að ætla að það hafi orðið til stig af stigi úr lífvana efni. Jafnvel hin fyrsta og fmmstæðasta lífvera hlýtur að hafa verið það margbrotin að útilokað er að hún hafi komið fram alsköpuð einn góð- an veðurdag. Vísindamenn sem vilja skýra uppmna lífs þurfa því að setja fram kenningar eða tilgátur þar sem helstu skref frá dauðu efni til lífveru em rakin eitt af öðm. Þessi skref hljóta að vera allmörg. Ef kenning um uppmna lífs á að vera sannfær- andi þarf að vera hægt að færa rök fyrir því að skrefin sem í henni em fólgin séu efnafræðilega möguleg og helst sennileg við þau skilyði sem talið er að hafi ríkt á jörðinni um það bil sem líf kviknaði. Það er því afar mikilvægt að vita sem gleggst hver þau skilyrði voru. Einnig skiptir miklu máli að skilja sem best megin- atriðin í skipulagi nútímafmmu, en það var ekki fyrr en á 6. og 7. áratug 20. aldar að þau urðu þekkt að gagni. Spyrja má hvort út frá þekk- ingu á þessu skipulagi megi fikra sig tilbaka til skilnings á hinni fyrstu fmmu. Mjög mikið hefur verið skrifað um uppmna lífs á síðustu áratugum enda hefur fjöldi vísindamanna unn- ið að rannsóknum sem miða að því að varpa Ijósi á fyrstu skref lífsins á jörðinni. Þessi mikla viðleitni hefur leitt ýmislegt áhugavert í ljós varð- andi myndun lífrænna efna við skil- yrði sem gætu hafa ríkt á jörðinni í árdaga, og allmargir hafa spreytt sig á því að setja fram kenningar eða til- gátur um uppmna lífs. Samt er eins og aukin þekking hafi öðm fremur fært okkur heim sanninn um það hve vandasamt er að skýra uppmna lífsins og hve langt er enn frá því að það hafi tekist. í þessari grein verður sagt frá nokkmm kennmgum um uppmna lífs, en fyrst verður greint í stuttu máli frá helstu einkennum þess lífs sem við þekkjum, aldri þess og lík- legum skilyrðum á jörðinni við til- urð þess. LÍFIÐ EINS OG VIÐ ÞEKKJUM ÞAÐ Allar lífvemr jarðar em gerðar úr fmmum og allar fmmur em í veiga- miklum atriðum sömu gerðar. Þær hafa allar kjarnsýmna DNA sem erfðaefni og starfseiningar hennar, genin, em í þeim öllum umritaðar yfir í kjarnsýmna RNA, sem síðan er oftast notuð sem mót við smíð prótína. Prótínin em notuð til ótal sérhæfðra starfa í frumunni. Þau hvetja flest efnahvörf sem þar fara fram, em notuð sem byggingarefni frumuhluta og frumulíffæra, til flutnings á efnum í gegnum himnur o.s.frv. í fmmunni er því verkaskipt- ing milli erfðaefnisins sem er eftir- myndað af nákvæmni í hverri fmmukynslóð, RNA-sameinda sem flytja boð erfðaefnisins og gegna fleiri hlutverkum við prótínsmíð, og loks prótína sem em helstu starfs- sameindir framunnar. Athyglisvert er að prótínin em bráðnauðsynleg jafnt fyrir myndun kjarnsýranna og við eigin smíð. í prótínsmiðjum frumunnar, ríbósómunum, virðist það þó vera RNA sem hvetur teng- ingu amínósýra í peptíðkeðjur prótína. Það er því ljóst að báðar þessar stórsameindir, kjarnsýmr og prótín, em jafnómissandi fyrir lífver- ur jarðar. Ekki er þó víst að svo hafi verið frá upphafi. I frumunni fer líka fram smíð mikils fjölda smásameinda. Bygg- ingareiningar kjarnsýra, prótína, fjölsykra og fitusameinda eru þar smíðaðar stig af stigi. Þar eru líka starfræktir efnaferlar sem tengjast orkuöflun og orkunýtingu. Orðið efnaskipti er gjarnan notað sem samheiti yfir öll þau efnahvörf sem fram fara í efnasmiðju fmmunnar, bæði til uppbyggingar og niðurbrots lífrænna sameinda. Næstum því öll þessi efnahvörf eru hvötuð af prótínum (ensímum). Athyglisvert er að mikilvægustu smásameindirn- ar em svo til þær sömu í öllum líf- vemm jarðar og sama máli gegnir um mikilvægustu efnaferlana. Það geta verið frávik í ferlunum en skyldleikinn leynir sér ekki. I öllum Náttúmfræðingurinn 71 (3-4), bls. 145-152, 2003 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.