Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2003, Page 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. Gunther Wcichtershauser (f. 1938) með pýrít-mola íhendi. Úr Science 295, bls. 2006 (2002). áður en erfðaefni kom til sögunnar. Oparin hélt fram kenningu af þessu tagi (Oparin 1957), en sú efnaskipta- kenning sem mesta athygli hefur vakið á síðari árum er kenning þýska efnafræðingsins og einkaleyfalög- fræðingsins Giinthers Wáchtersháus- er (1988 og 1990; 5. mynd). Ólíkt fyrri kenningasmiðum, sem gera ráð fyrir að fyrstu lífvísar jarðar hafi verið háðir lífrænum sameindum sem safnast höfðu fyrir á frumjörð, held- ur Wáchtersháuser því fram að lífið hafi frá upphafi verið frumbjarga. Fyrstu lífvísarnir og lífverurnar hafi getað myndað kolefnissambönd sín úr koltvíoxíði eða úr öðrum einföld- um kolefnissamböndum. Wáchters- háuser telur að fyrstu lífvísarnir hafi ekki myndast í vatnslausn heldur hafi þeir í upphafi verið bundnir yfirborði steinefnis. Efnið sem Wáchtersháuser hefur sérstak- lega í huga er pýrít (FeS2), sem nefnt hefur verið glópagull á íslensku. At- hyglisvert er að blástursop neðan- sjávarhvera eru að nokkru leyti gerð úr pýríti, en Wáchtersháuser telur einmitt að við slík op hafi fyrstu líf- verurnar orðið til (6. og 7. mynd). Ekki er síður eftirtektarvert að við myndun pýríts úr vetnissúlfíði (H2S) og járnsúlfati (FeS) losnar bæði vetni og orka: FeS+H2S -> FeS2+H2 + orka. Vetnið gæti nýst til afoxunar við myndun kolefnissam- banda úr koltvísýringi og orkan 6. mynd. Hverastrýta í Eyjafirði. Myndina tók Karl Gunnarsson á um 25 m dýpi í desember 1998. Upp úr hverastrýtunni streymir heitt og ferskt vatn en samkvæmt kenningu Wáchtershausers gæti lífhafa kviknað við slfk op. 149

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.