Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 74

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 74
Náttúrufræðingurinn 7. mynd. Hér má sjá hvernig heitt og ferskt vatn streymir upp frá hverastrýtunni í Eyjafirði. Ljósm. Karl Gunnarsson. líka. En þar með er ekki öll sagan sögð því pýrítið er jákvætt hlaðið og gæti haldið nýmynduðum nei- kvætt hlöðnum kolefnissambönd- um föngnum. Það er einmitt hug- mynd Wáchtersháusers að slík sambönd hafi myndast og safnast fyrir á yfirborði pýrítsins og þar hafi komið fram efnaferlar sam- bærilegir við ferla sem enn eru við lýði í nútímafrumum. Má hér nefna sítrónsýruhringinn, sem Wáchters- háuser telur að hafi í upphafi verið afoxandi og stuðlað að upptöku koltvísýrings. Slíkt gerist reyndar enn í vissum frumbjarga bakteríum (Maden 1995, Wáchtersháuser 1988). Þetta hafi verið yfirborðsháð- ar efnaskiptaeiningar, varla líf en vísar að lífi. Wáchtersháuser telur að í fyrstu hafi þessir lífvísar ekki verið um- luktir himnu. Þegar himnur loks komu til sögunnar hafi efni þeirra verið búið til af lífvísinum sjálfum. Þar með voru komnir á sviðið vísar að frumum sem gátu skipt sér og fjölgað en líkast til með mjög óreglulegum hætti. Enn síðar hafi erfðaefni komið til skjalanna. Það hafi verið síðbúin afurð frumuvís- isins. Wáchtersháuser setur fram hugmyndir um tilurð þess. Kenning Wáchtersháusers er ítar- lega útfærð og vel rökstudd og hefur þann kost að hægt er að prófa a.m.k. sumar forsendur hennar með til- raunum. Þegar hefur tekist að sýna fram á myndun vissra kolefnissam- banda í umhverfi járnsúlfíðs og brennisteinsvetnis (Cody o.fl. 2000, Wáchtersháuser 2000). Það virðist þó vera kolmónoxíð (CO) frekar en koltvísýringur (C02) sem fest er í kolefnissambönd. Enda þótt kenning Wáchters- háusers hafi vakið mikla athygli fer því fjarri að öllum þyki hún sann- færandi. Mörgum þykir ólíklegt að margbrotin ferli efnaskipta hafi get- að komist á og haldist við óvarin á yfirborði pýríts. Einn merkasti frum- kvöðullinn í rannsóknum á uppruna lífs, Leslie Orgel, hefur t.d. látið í ljós miklar efasemdir um þetta (Orgel 1998 og 2000). Kenningar Wáchters- háusers um uppruna erfðaefnisins hafa heldur ekki þótt sérlega sann- færandi. Loks hefur verið bent á óstöðugleika mikilvægra lífefna við háan hita og dregið í efa að líf hafi getað kviknað við slík skilyrði (Mill- er og Lazcano 1995, Bada og Laz- cano 2002). FRUMUHIMNUR í UPPHAFI? Flestar kenningar sem hafa efna- skipti í fyrirrúmi gera ráð fyrir að þau hafi átt upphaf sitt í himnu- luktu rými og að fyrstu lífvísarnir hafi verið háðir umhverfinu um lífrænar sameindir. Þeir hafi verið ófrumbjarga. í þá veru voru hug- myndir Oparins en slík kenning hefur verið einna best rökstudd af bandaríska eðlisefnafræðingnum Harold Morowitz (Morowitz o.fl. 1988, Morowitz 1992). Morowitz gerir ráð fyrir að efni í himnur hafi verið fyrir hendi á frumjörð og hafi sjálfkrafa myndað bólur eða blöðrur. Himnurnar hafi verið úr tvöföldu lagi fitusameinda, eink- anlega fosfólípíða, líkt og enn er raunin með frumuhimnur (8. mynd). Miðhluti slíkrar himnu er óskautaður en bæði yfirborðin 150 i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.