Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 74

Náttúrufræðingurinn - 2003, Qupperneq 74
Náttúrufræðingurinn 7. mynd. Hér má sjá hvernig heitt og ferskt vatn streymir upp frá hverastrýtunni í Eyjafirði. Ljósm. Karl Gunnarsson. líka. En þar með er ekki öll sagan sögð því pýrítið er jákvætt hlaðið og gæti haldið nýmynduðum nei- kvætt hlöðnum kolefnissambönd- um föngnum. Það er einmitt hug- mynd Wáchtersháusers að slík sambönd hafi myndast og safnast fyrir á yfirborði pýrítsins og þar hafi komið fram efnaferlar sam- bærilegir við ferla sem enn eru við lýði í nútímafrumum. Má hér nefna sítrónsýruhringinn, sem Wáchters- háuser telur að hafi í upphafi verið afoxandi og stuðlað að upptöku koltvísýrings. Slíkt gerist reyndar enn í vissum frumbjarga bakteríum (Maden 1995, Wáchtersháuser 1988). Þetta hafi verið yfirborðsháð- ar efnaskiptaeiningar, varla líf en vísar að lífi. Wáchtersháuser telur að í fyrstu hafi þessir lífvísar ekki verið um- luktir himnu. Þegar himnur loks komu til sögunnar hafi efni þeirra verið búið til af lífvísinum sjálfum. Þar með voru komnir á sviðið vísar að frumum sem gátu skipt sér og fjölgað en líkast til með mjög óreglulegum hætti. Enn síðar hafi erfðaefni komið til skjalanna. Það hafi verið síðbúin afurð frumuvís- isins. Wáchtersháuser setur fram hugmyndir um tilurð þess. Kenning Wáchtersháusers er ítar- lega útfærð og vel rökstudd og hefur þann kost að hægt er að prófa a.m.k. sumar forsendur hennar með til- raunum. Þegar hefur tekist að sýna fram á myndun vissra kolefnissam- banda í umhverfi járnsúlfíðs og brennisteinsvetnis (Cody o.fl. 2000, Wáchtersháuser 2000). Það virðist þó vera kolmónoxíð (CO) frekar en koltvísýringur (C02) sem fest er í kolefnissambönd. Enda þótt kenning Wáchters- háusers hafi vakið mikla athygli fer því fjarri að öllum þyki hún sann- færandi. Mörgum þykir ólíklegt að margbrotin ferli efnaskipta hafi get- að komist á og haldist við óvarin á yfirborði pýríts. Einn merkasti frum- kvöðullinn í rannsóknum á uppruna lífs, Leslie Orgel, hefur t.d. látið í ljós miklar efasemdir um þetta (Orgel 1998 og 2000). Kenningar Wáchters- háusers um uppruna erfðaefnisins hafa heldur ekki þótt sérlega sann- færandi. Loks hefur verið bent á óstöðugleika mikilvægra lífefna við háan hita og dregið í efa að líf hafi getað kviknað við slík skilyrði (Mill- er og Lazcano 1995, Bada og Laz- cano 2002). FRUMUHIMNUR í UPPHAFI? Flestar kenningar sem hafa efna- skipti í fyrirrúmi gera ráð fyrir að þau hafi átt upphaf sitt í himnu- luktu rými og að fyrstu lífvísarnir hafi verið háðir umhverfinu um lífrænar sameindir. Þeir hafi verið ófrumbjarga. í þá veru voru hug- myndir Oparins en slík kenning hefur verið einna best rökstudd af bandaríska eðlisefnafræðingnum Harold Morowitz (Morowitz o.fl. 1988, Morowitz 1992). Morowitz gerir ráð fyrir að efni í himnur hafi verið fyrir hendi á frumjörð og hafi sjálfkrafa myndað bólur eða blöðrur. Himnurnar hafi verið úr tvöföldu lagi fitusameinda, eink- anlega fosfólípíða, líkt og enn er raunin með frumuhimnur (8. mynd). Miðhluti slíkrar himnu er óskautaður en bæði yfirborðin 150 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.