Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 4
FrEYSTEINN SIGURÐSSON, FORMAÐURHÍN: Ritstjóraskifti hjá NÁTTÚRUFRÆÐINGNUM Ritstjóraskifti hafa orðið á Náttúrufræð ingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræði- félags. Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, hefur látið af störfum en við ritstjóm hefur tekið Alfheiður Ingadóttir, líffræðingur. Sig- mundur hefur verið ritstjóri Náttúmfræð- ingsins frá 1991 en verulegar breytingar hafa orðið á tímaritinu og vinnslu þess í ritstjóratíð hans. Ritið hefur verið fært meira í það horf sem undirtitill þess kveður á um: „alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði". Náttúmfræðin hefur að undanfömu verið að kvíslast æ meira í undirgreinar og sérgreinar og þröng sérfræði- legt efni þeirra oft lítt aðgengilegt fyrir almenning og aðra náttúmfræðinga. Því em þess vegna takmörk sett hversu mikið af slíku efni á heima í tímaritinu. Hins vegar er eftir sem áður mikil þörf fyrir almennt náttúra- fræðilegt efni og aðgengilegt efni úr sérgrein- unum. Á þetta hefur verið lögð aukin áhersla og hefur það verið hlutverk ritstjórans að koma þeim breytingum í framkvæmd. Á þessum tíma hefur vinnsla tímaritsins einnig breyst. Efni ritsins er nú tölvuunnið að mestu undir prentun í samræmi við hina almennu þróun á því sviði. Þessi breyting hefur einnig verið á höndum ritstjórans. Hvort tveggja hefur Sigmundur leyst af hendi með prýði og atorku. Þakkar stjóm HÍN honum fyrir afar ánægjulegt samstarf og fyrir dugnað, útsjónarsemi og ósérplægni við ritstjóm tímarits félagsins og óskar honum alls hins besta á nýjum starfs- vettvangi. Fráfarandi ritstjóri var vorið 1996 kvaddur til nýrra starfa i Umhverfisráðuneytinu. Stjórn HÍN og ritstjóri veltu fyrir sér ýmsum kostum í þessu máli en sá varð fyrir valinu að semja við Náttúrafræðistofnun íslands að taka að sér umsjón með útgáfu Náttúrufræðingsins. í júlí 1996 var svo undirritaður samningur milli HÍN og Náttúrufræðistofnunar um þetta mál. Sam- kvæmt þeim samningi tekur Náttúrafræðistofn- un að sér umsjón með útgáfu Náttúrufræðings- ins í samvinnu við ritstjóm og fagráð á vegum félagsins. Til þeirra starfa ræður Náttúrafræði- stofnun starfsmann í samráði við HÍN sem ritstjóra fyrir Náttúrafræðinginn. Sá starfs- maður sér einnig um ýmis önnur mál á vegum Náttúrafræðistofnunar. Störf ritstjórans breyt- ast ekki að öðra leyti og greiðslur fyrir rit- stjómina til Náttúrufræðistofnunar verða svip- aðar þeim sem rannu til ritstjóra áður. Náttúrafræðistofnun auglýsti i júlí eftir rit- stjóra og bárast á fjórða tug umsókna. Ur hópi þeirra sem uppfylltu sett skilyrði um menntun og reynslu varð Álfheiður Ingadóttir að lokum fyrir valinu. Álfheiður er líffræðingur að mennt og hefur komið á ýmsan hátt að náttúrafræði- legum málum, auk reynslu af blaðamennsku og þjóðfélagsmálum. Stjóm HÍN vill bjóða Álf- heiði velkomna til starfa við ritstjóm Náttúra- fræðingsins. Af hálfú HIN hafa starfað útgáfuráð og ritnefnd Náttúrafræðingsins, ritstjóra til halds og trausts. Utgáfuráðið er til komið í ritstjóratíð fráfarandi ritstjóra og hefur verið honum til ráðgjafar um útgáfustefnu og efnis- val en ritnefndin hefur fjallað um faglega meðferð efnisins. Báðir hópamir vora tilnefnd- ir samkvæmt samningi við ritstjóra. Nú er við- semjandi annar en verkefnin þó lítið breytt. Starfsemi þessarra nefnda hefur þróast nokkuð undanfarin ár og er það, ásamt breyttum við- semjanda, tilefni nafnbreytinga á útgáfuráði og ritnefnd, sem nú heita ritstjórn og fagráð í samræmi við störf þeirra. Hvort tveggja er áfram tilnefnt af stjóm HÍN. Limir útgáfuráðs vora allir reiðubúnir til starfa í ritstjóm og á sama hátt limir ritnefndar i fagráði. Manna- breytingar hafa því engar orðið og vill stjórn HÍN þakka hlutaðeigandi fyrir störf þeirra hingað til og þann velvilja að halda þeim áfram fyrir tímarit félagsins. Að lokum vill stjórn HÍN þakka Náttúrafræðistofnun íslands og for- stjóra hennar, Jóni Gunnari Ottóssyni, fyrir afar gott samstarf og samhug við þessar breytingar á stöðu og starfi ritstjóra Náttúru- fræðingsins. 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.