Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 23
Hjálmaklettur EGILS ÖRNÓLFUR THORLACIUS Fyrir rúmum áratug benti íslenskur læknir á það að skýring fengist á mörgu í útliti og æði Egils Skallagrímssonar ef ráð væri fyrir því gert að hann hefði verið haldinn sjúkdómi sem lýst var fyrir rúmri öld og fundist hafa merki um í egypskum bcina- leifum frá því um 1000 f.Kr. Kenningin hefur verið rakin í riti bæði hérlendis og erlendis og er hér birt lesendum Náttúru- fræðingsins. ames Paget (2. mynd), enskur læknir og lífeðlisfræþingur, fæddist 11. janúar 1814 í Yar- mouth á Wrighteyju og lést 30. desember 1899 í Lundúnum. Hann telst ásamt þýskum starfsbróður sínum, Rudolf Virchow (1821-1902), upphafsmaður vís- indalegrar meinafræði. Paget var prófessor í líffærafræði og handlæknisfræði í Lund- únum og um skeið forseti Konunglega breska læknafélagsins. Auk þess var hann líflæknir Viktoríu drottningar frá 1858 til 1877 (og þegar á leið einnig prinsins af Wales, Játvarðs sonar hennar) með ýmsum titlum (Surgeon Extraordinary, Sergeant Surgeon Extraordinary, Sergeant Sur- geon). Paget var aðlaður 1871. Ömólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1958. Hann var kennari við Mcnntaskólann í Reykjavík 1960-1967, Mcnntaskólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hcfur Örnólfur samið kcnnslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. Árið 1834 uppgötvaði Paget tríkínuorm, Trichinella spiralis, í sýni úr mannsvöðva. Þessi sníkill þrífst í vefjum margra dýra en berst yfírleitt í menn úr illa soðnu svína- kjöti og getur verið banvænn. Af þeirri reynslu mun runnið bannið við neyslu svínakjöts í þriðju Mósebók sem gyðingar og múslímar virða. Að minnsta kosti þrír sjúkdómar bera nafn Pagets - frumstig brjóstakrabbameins er birtist sem þroti við geirvörtu, ígerð sem tekur sig upp (Paget’s Abscess) og truflaður beinvöxtur, osteitis deformans, beinsýki Pagets, sem hann lýsti 1877 og hér verður fjallað um. BEINSÝKI PAGETS Bein endurnýjast í sífellu. Beinátfrumur leysa upp gamlan vef og beinmynd- unarfrumur endurnýja hann jafnharðan. 1 beinsýki Pagets örvast bæði eyðing og endurmyndun beinveQar. Beinin vaxa óeðlilega. Framan af er eyðingin örari en endurnýjunin og beinin verða laus í sér og skekkjast oft og svigna. Síðan tekur við uppbyggingarskeið, þegar vex þéttur og harður beinvefur. Beinin verða þá mun fyrirferðarmeiri en áður, óeðlileg og van- sköpuð en mjög þétt í sér. Oft leggst sýkin aðeins á nokkur bein. Algengt er að ofvöxtur hlaupi í höfuðskelina. Hún þykknar þá einungis út á við án þess að þrýsta á heilann svo andlegt atgervi truflast ekki (3. mynd). Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 133-138, 1997. 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.