Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 25
Svertingssonar. Þar lést hann um eða eftir
990. Egill var heygður með vopnum sínum
og klæðum að heiðnum sið en eftir
kristnitökuna lét Þórdís jarða hann í vígðri
mold. Um 150 árum siðar, á miðri tólfitu
öld, voru bein Egils öðru sinni grafín upp.
„Þar var þá Skapti prestr Þórarinsson, vitr
maðr; hann tók upp hausinn Egils ok setti á
kirkjugarðinn; var haussinn undarliga mikill, en
hitt þótti þó meir frá líkendum, hvé þungr var:
haussinn var allr báróttr útan svá sem
hörpuskel. Þá vildi Skapti forvitnask um
þykkleik haussins; tók hann þá handöxi vel
mikla ok reiddi annarri hendi sem harðast ok
laust hamrinum á hausinn ok vildi brjóta, en þar
sem á kom hvítnaði hann, en ekki dalaði né
sprakk, ok má af slíku marka, at hauss sá
mundi ekki auðskaddr fyrir höggum smá-
mennis, meðan svörðr ok hold fylgdi."
Menn hafa að vonum borið brigður á sann-
leiksgildi þess að höfuðskel sem legið haft
hálfa aðra öld í jörðu hvítni í sárið en dældist
hvorki né springi við þungt högg frá axar-
hamri.
Stöku sinnum kemur fyrir að einmitt það
sem lygilegast þykir í
sögu staðfestir hana síðar,
í ljósi nýrrar vitneskju.
Þannig styður frásögnin
um tilraun Skapta til að
brjóta höfuðkúpuna kenn-
inguna um beinsýki Egils.
Höfúðkúpa eins og sýnd
er langskorin á 3. mynd er
ekki auðbrotin. Þar við
bætist að undir dökkleitu
frauðkenndu lagi yst á
beinum pagetsjúklings er
harður hvítur vefúr.
Lýsingin á því hversu
hausinn hvítnaði við
höggið kemur heim við
þetta (4. mynd).
Sigurður Nordal tekur
mark á ffásögninni. Hann
skrifar svo í formála að
Egils sögu, bls. LVII:
„Þó að virðast mætti, að meðferð Skapta á
haus Egils forföður síns sé illa sæmandi presti,
er varla ástæða til að efast um, að rétt sé frá
sagt.“
Annað í lýsingunni á höfuðskel Egils
styður kenningu Þórðar. Hausinn er sagður
„allr báróttr útan svá sem hörpuskel“. Þetta
er einmitt einkenni á mörgum paget-
sjúklingum (5. mynd). Hafi höfúndur Egils
sögu skáldað þennan hluta sögunnar er
fúrðulegt hversu nærri hann kemst læknis-
fræðilegri greiningu nútímamanna á bein-
sýki Pagets.
Tinandi höfuð
Það er eitt einkenni á beinsýki Pagets að
sjúklingar eiga erfitt með að halda höfði.
Höfuðið er of þungt, eins og að framan er
getið. 85. kafli Egils sögu hefst svo:
„Egill Skalla-Grímsson varð maðr gamall, en
í elli hans gerðisk hann þungfærr, ok glapnaði
honum bæði heym ok sýn; hann gerðisk ok
fótstirðr. Egill var þá at Mosfelli með Grími ok
Þórdísi. Þat var einn dag, er Egill gekk úti með
vegg ok drap fæti ok fell; konur nökkurar sá þat
3. mynd. Höfuðskel, ofvaxin af beinsýki Pagets. Vöxturinn
beinist allur út á við svo beinin þjarmat ekki að heilanum og
greindin helst óröskuð. Stundum truflast sjón og heyrn við það
að þrengir að heilataugum. Heyrnarleysi verður auk þess oft
rakið til ofvaxtar í hlustarbeinum. (British Journal of Surgery/
Byock 1995.)
135