Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 32
ÍSLENSK
JARÐFRÆÐI
Á MARGMIÐLUNARDISKI
íslensk jarðfræði
Sigurður Davíðsson, 1996
Mál og menning, Reykjavík.
íslensk jarðfræði eftir Sigurð Davíðsson er
nafn á geisladiski sem kom út hjá Máli og
menningu fyrir jólin 1996. Þetta er margmiðl-
unardiskur því hann skilar efninu til notandans
um tölvuskjá sem prentuðum texta ásamt skýr-
ingarmyndum, ljósmyndum, teiknuðum hreyfí-
myndum og stuttum kvikmyndum. Megnið af
textanum er einnig hægt að hlusta á eins og
hljóðbók, en vilji maður heldur tónlist í bak-
grunninn þá stendur slíkt til boða, frumsamin
stef og útsetningar eftir Claudio Puntin, svo og
ýmis náttúruhljóð sem fylgja kvikmýndunum.
Þetta er kennsludiskur ætlaður til notkunar í
menntaskólum en er líka ágætur til uppriijunar
og lærdóms fyrir fróðleiksfúsa alþýðu. Hann
hentar vel fyrir allar betri heimilistölvur sem
hafa hljóðkort.
Um nokkurra ára skeið hefur heyrst að
margmiðlunarformið sé það sem koma skal og
ekki líði á löngu þar til flestar hand- og
kennslubækur verði á þessu formi. Þróunin
hefur þó orðið mun hægari en margir bjuggust
við. Fyrsta bókin sem kom út á geisladiski
hérlendis var íslandshandbókin. Hún kom á
markað 1995. Og nú kemur þessi og er fyrsta
íslenska „bókin“ sem beinlínis er samin fyrir
margmiðlunarformið.
Margmiðlunardiskur er í eðli sínu án upp-
hafs og endis að öðru leyti en því að í byrjun
birtist aðalvalmynd á skjánum, sem er gróft
efnisyfirlit. Síðan er mönnum í sjálfsvald sett
hvar þeir hefja efnisnámið, þ.e. lesturinn,
hlustunina og áhorfíð. Vilji maður sjá allt sem
diskurinn hefur að geyma er þó rökréttast að
fylgja aðalvalmyndinni frá byrjun til enda.
Byrjað er á grundvelli nútímajarðvísinda, innri
gerð jarðar og landreki, síðan er rætt um
möttulstróka, heita reiti og jarðskorpufleka og
stöðu íslands í þessari heimsmynd. Síðar koma
kaflar um eldsumbrot, mótun lands, jarð-
skjálfta og jarðhita. Að lokum er svo próf,
spurningar og svör, svo menn geti metið hversu
vel þeim hafi tekist með lærdóminn.
Efnistökin eru knöpp og skýr, textinn þjáll og
upplestur Margrétar Gunnarsdóttur áheyri-
legur. Það er helst að efnið sé of knappt. Oft
fýsir mann að vita meira.
Ég veiti því eftirtekt að viðbrögð fólks eru
keimlík þegar það sér þennan disk í tölvunni.
Það horfir á aðalvalmyndina en smellir síðan
strax á kaflann um eldgos. Þá birtist nánari
efnisskipan: Blandgos - Gos undir jökli -
Dyngjugos - Sjávargos - Hraun. Án
umhugsunar smella menn á gos undir jökli.
Texti og skýringarmynd birtist. Þykkur jökulís
liggur yfír eldvirkri sprungu. Boðið er upp á
nánari myndskýringu og teiknimynd fer af stað
sem sýnir hraunkviku brjótast upp á yfírborðið
undir ísnum, bræðsluhólf myndast og móbergs-
hryggur hleðst upp. Atburðarásin í Bárðar-
bungugosinu 1996 birtist þama ljóslifandi. Það
gos er að vísu ekki nefnt á nafn enda varð það
eftir að diskurinn fór í vinnslu. Á skjánum eru
sýnd öll helstu afbrigði gosa undir jökli:
móbergshryggur sem nær ekki upp úr ísnum,
fjall sem bræðir sig í gegn en nær þó ekki að
gjósa hrauni og síðast er sýnt hvemig stapi eins
og Herðubreið verður til. í textanum kemur
Af ný/um bókum
fyrir orðið þeytigos með rauðu letri. Ef smellt er
á það kemur upp stutt kvikmynd í litlum ramma
á skjánum, svipmyndir frá eldsumbrotum í
Grímsvötnum 1983.
Ef cinhver orð koma fyrir í textanum sem
menn skilja ekki, t.d. bólstraberg, þá þarf bara
að smella á orðskýringu og upp kemur spjald
með stuttri útskýringu á fyrirbrigðinu.
En þarna koma líka í ljós takmörk þessa
geisladisks. Ekkert er minnst á jökulhlaup.
Hámark umbrotanna sem allir eru með í huga er
þeir skoða gos undir jökli vantar. En um það
tjáir ekki að fást.
Þetta er dæmi um eitt af fjölmörgum fyrir-
brigðum sem lýst er á diskinum. Hafí menn
meiri áhuga á ísöldinni eða jarðhitavinnslu eru
ámóta skýringarkaflar um þau.
Ég held að það sé óhætt að segja að vel hafí
tekist til með þessa frumsmíð. Allt er skýrt og
skorinort, grundvallaratriðin eru lögð upp á
einfaldan hátt og án útúrdúra. Þetta er stuttur
diskur og fljótnuminn en sá sem lærir það sem á
honum er verður að teljast vel að sér í íslenskri
jarðfræði.
Ámi Hjartarson.
142