Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 43
2. mynd. Raflínuskógur við Geitháls. Ljósm. ÞóroddurF. Þóroddsson 1996.
matsskýrslum og hins vegar til almennings,
stofiiana og viðkomandi stjómvalda um
gagnrýna yfirferð á þeim gögnum sem ffam-
kvæmdaraðilar leggja fram.
I matsskýrslunni þarf framkvæmdaraðili
að gera grein fyrir framkvæmd, aðstæðum
á framkvæmdastað og áhrifum fram-
kvæmdar á umhverfið. Mikilvægt er að
framkvæmdaraðili hafi sarnráð við sveitar-
stjómir, almenning og sérfræðinga er geta
vegna staðþekkingar sinnar og annarrar
þekkingar bent á áhrif sem framkvæmdin
getur haft á umhverfíð eða eru óljós og
þarf að kanna nánar. Mikilvægt er að
kanna og meta fleiri cn einn kost varðandi
aðferðir, framleiðsluferli, hönnun eða
staðarval og bera þá saman. I því
sambandi er mikilvægt að hafa í huga
svokallaðan núll-kost, þ.e. enga fram-
kvæmd. Þá er nauðsynlcgt að meta stærð
og vægi einstakra áhrifaþátta og spá fyrir
um afleiðingar þeirra. Leiði matið í ljós
neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdar ber
að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir eða
draga úr þeim áhrifum eins og kostur er.
Eins og greint hefur verið frá er mikil-
vægt að mat á umhverfisáhrifum hafí áhrif
á hönnun og útfærslu framkvæmda þannig
að koma megi í veg fyrir eða draga úr
neikvæðum áhrifum þeirra á umhverfíð. Til
að svo megi verða þarf að vinna matið í
nánum tengslum við þá aðila sem standa að
framkvæmd. Framkvæmdaraðili og ráð-
gjafar hans verða að gæta umhverfís-
sjónarmiða við umfjöllun og útfærslu
framkvæmdar í samráði við almenning og
sérfræðinga. Af hálfu stjómvalda þarf að
tryggja virkt eftirlit með því að tekið sé á
öllum nauðsynlegum þáttum í mats-
skýrslum og að framkvæmdir séu vel
kynntar.
■ þÁTTUR ALMENNINGS
OG SÉRFRÆÐISTOFNANA í
MATSFERLINU
Skipulag ríkisins hefur lagt áherslu á að
leitað sé eftir áliti almennings og
sérfræðinga snemma í matsferlinu. Þannig
153