Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 51
Flækingsíuglar
á íslandi:
Skríkjur*
ERLING ÓLAFSSON OG
GUNNLAUGUR PÉTURSSON
Skríkjur eru amerískir spörfuglar sem
flækjast einstöku sinnum austur yfir
Atlantshaf. Þær vekja jafnan mikla
athygli meðal evrópskra fuglaskoðara
þegar þeirra verður vart. Einungis hafa
168 skríkjur af 21 tegund fundist í
Evrópu, þar af 32 fuglar (10 tegundir)
hér á landi.
þessari grein um flækingsfugla
á Islandi er ljallað um spörfugla
af skríkjuætt (Parulidae). Allar
tegundir ættarinnar er að fínna
í Ameríku. í fuglafánu N-Ameríku eru
skríkjurnar hliðstæða söngvaranna
(Sylviidae) í Evrópu og Asíu og gegna
þessar tvær ættir svipuðu hlutverki í
lífríkinu sín hvorum megin hafsins. Teg-
undir beggja eru nefndar „warblers“ á
ensku og sýnir það öðru fremur hvaða
augum enskumælandi landnemar vestan
hafs hafa litið þessa söngfugla nýja
heimsins. Hins vegar hefur þeim ekki verið
það jafnljóst og það þykir nú að lítill
Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá
Háskóla íslands 1972 og doktorsprófi í skordýrafræði
frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling liefur starfað við
dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun íslands
frá 1978.
Gunnlaugur Pétursson (f. 1952) lauk B.S.-próft í
eðlisfræói frá Háskóla Island 1975 og
vélaverkfræðiprófi frá sama skóla 1978. Hann er
verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddscn í Reykjavík og er áhugamaður um
fuglafræði.
Náttúrufræðingurinn 66 (3—4), bls. 161-179, 1997.
skyldleiki er með þessum tveimur ættum.
Skríkjur þykja standa fínkum (Fringill-
idae) og tittlingum (Emberizidae) mun
nær.
Ekki ber öllum heimildum saman um
ljölda tegunda í skríkjuætt en eins og oft
vill verða eru deildar meiningar um
skilgreiningar tegunda, t.d. hvar setja skal
mörk milli tegundar og undirtegundar.
Reyndar er viða meira ósamræmi en í
þessu tilviki. Griscom og Sprunt (1957)
telja 116 tegundir til ættarinnar. Clements
(1991) tilgreinir sama ijölda en Sibley og
Monroe (1990) hafa einni tegund færra.
Hins vegar eru tegundir mun fleiri hjá
Howard og Moore (1991) eða 125, en það
er einkum vegna þess að þeir taka með 10
tegundir af ættkvíslinni Conirostrum og
tegundina Nephelornis oneilli, sem hinir
telja til Emberizidae. Sibley setur þær í
Thraupini (Emberizinae) og býr auk þess
til sérstaka undirætt (í fínkuætt) fyrir
Peucedramus taeniatus, sem aðrir telja til
skríkjuættar.
Þeir Sibley og Monroe (1990) eru ekki
að öllu leyti sömu skoðunar og aðrir um
stöðu skríkjanna í flokkunarkerfínu. Þeir
sameinuðu ýmsar ættir sem áður stóðu
sjálfstæðar í eina stóra finkuætt (Fringill-
idae). Þar höfnuðu skríkjurnar sem deild
(tribus) í undirættinni Emberizinae. Aður
hefur verið gerð mun nánari grein fyrir
* Flækingsfuglar á Islandi. 13. grein: Náttúrufræði-
stofnun íslands.
161