Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 53
1. mynd. Klifurskríkja (Mniotilta varia). Ljósm./photo B. Dyer/Comell Lab. of Or- nithology. Louisiana, Mississippi, Alabaraa og Georgíu. Vetrarstöðvar hennar ná frá suðurríkjum Bandaríkjanna, suður um Mið-Ameríku og Vestur-Indíur til Equa- dor, Kólumbíu og Venezúela. Klifur- skríkja heldur sig einkum í votlendum laufskógum þar sem hún gerir sér hreiður á jörðu niðri, í holum við trjárætur, undir trjádrumbum o.s.frv. Hún kemur fyrr á varpstöðvarnar en aðrar skríkjur, eða í seinnihluta apríl, og dvelur þar gjaman mun lengur, jafnvel langt fram í október. Sérstök aðferð við fæðuöflun gerir henni þetta kleift. Flestar tegundir tína skordýr af laufblöðum en klifurskríkja fetar sig eftir trjástofnum og stórum greinum og leitar skordýra í holum og rifum líkt og fetar (Certhia teg.) gera í Evrópu. Hún getur því mætt á varpstöðvarnar áður en tré laufgast og dvalið áfram eftir að lauf fellur. Klifurskrikja er sjaldgæfur flækingur í Evrópu. Hún er í 22. sæti á líkindalista Robbins (1980) yfir tegundir sem sést höfðu á Bretlandseyjum á árunum 1947- 1976 með stuðulinn 1,96. En hún liefur augljóslega farið fram úr væntingum hans því að nú hefur hún sést þar alls 11 sinnum, á árunum 1936-1987. Flestar hafa sést á suðvestanverðum eyjunum, ein í mars en hinar á tímabilinu I. september til 3. desember (Dymond o.fl. 1989). Klif- urskríkja hefur sést einu sinni í Færeyjum, á Mykinesi 18. júlí 1984 (Boertmann o.fl. 1986). Á Grænlandi hefur hún ekki sést svo kunnugt sé en tvívegis á Islandi. 1. Heimaey, Vestm, 1. september 1970, (RM- 5577). Ingi Sigurjónsson. 2. Hafnir, Gull, 19.-20. október 1991 (RM- 10541). - GP, GÞ & EÓ (1993). Báðir fuglarnir sáust að haustlagi, sá fýrri óvenjusnemma miðað við skríkjur en sá síðari á hefðbundnum tíma þeirra. Ekki sáust aðrar klifurskríkjur í Evrópu þessi ár. Ormsrríkja (Vermivora peregrina) Ormskríkja (2. mynd) er norðlæg tegund. Hún verpur stranda á milli í Kanada, allt norður undir 63. breiddargráðu og rétt nær suður í nyrstu ríki Bandaríkjanna, Maine, New York, Michigan og Minnesota. Farleiðir liggja einkum með Mississippi- fljóti en síður með ströndum. Vetrar stöðvar eru í löndunum frá Guatemala og austur til V-Kólumbíu og N-Venezúela. Ormskríkja kemur á varpstöðvarnar um það leyti sem ávaxtatrén blómgast en hún leitar gjaman skordýra í blómum þeirra. Annars kýs hún helst opinn barrskóg í j aðri votlendis. Hún byggir hreiður á jörðu niðri, einkum í svarðmosa (Sphagnum). Á vetrarstöðvum í Mið-Ameríku heldur hún gjarnan til á kaffíplantekrum í um 1000- 2000 m hæð og er þar stundum einn algengasti fuglinn. 2. mynd. Ormskríkja (Vermivora pere- grina). Ljósm./photo B. Dyer/Cornell Lab. of Ornithology. 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.