Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 53
1. mynd. Klifurskríkja (Mniotilta varia).
Ljósm./photo B. Dyer/Comell Lab. of Or-
nithology.
Louisiana, Mississippi, Alabaraa og
Georgíu. Vetrarstöðvar hennar ná frá
suðurríkjum Bandaríkjanna, suður um
Mið-Ameríku og Vestur-Indíur til Equa-
dor, Kólumbíu og Venezúela. Klifur-
skríkja heldur sig einkum í votlendum
laufskógum þar sem hún gerir sér hreiður
á jörðu niðri, í holum við trjárætur, undir
trjádrumbum o.s.frv. Hún kemur fyrr á
varpstöðvarnar en aðrar skríkjur, eða í
seinnihluta apríl, og dvelur þar gjaman
mun lengur, jafnvel langt fram í október.
Sérstök aðferð við fæðuöflun gerir henni
þetta kleift. Flestar tegundir tína skordýr af
laufblöðum en klifurskríkja fetar sig eftir
trjástofnum og stórum greinum og leitar
skordýra í holum og rifum líkt og fetar
(Certhia teg.) gera í Evrópu. Hún getur því
mætt á varpstöðvarnar áður en tré laufgast
og dvalið áfram eftir að lauf fellur.
Klifurskrikja er sjaldgæfur flækingur í
Evrópu. Hún er í 22. sæti á líkindalista
Robbins (1980) yfir tegundir sem sést
höfðu á Bretlandseyjum á árunum 1947-
1976 með stuðulinn 1,96. En hún liefur
augljóslega farið fram úr væntingum hans
því að nú hefur hún sést þar alls 11
sinnum, á árunum 1936-1987. Flestar
hafa sést á suðvestanverðum eyjunum, ein
í mars en hinar á tímabilinu I. september
til 3. desember (Dymond o.fl. 1989). Klif-
urskríkja hefur sést einu sinni í Færeyjum,
á Mykinesi 18. júlí 1984 (Boertmann o.fl.
1986). Á Grænlandi hefur hún ekki sést
svo kunnugt sé en tvívegis á Islandi.
1. Heimaey, Vestm, 1. september 1970, (RM-
5577). Ingi Sigurjónsson.
2. Hafnir, Gull, 19.-20. október 1991 (RM-
10541). - GP, GÞ & EÓ (1993).
Báðir fuglarnir sáust að haustlagi, sá
fýrri óvenjusnemma miðað við skríkjur en
sá síðari á hefðbundnum tíma þeirra. Ekki
sáust aðrar klifurskríkjur í Evrópu þessi ár.
Ormsrríkja (Vermivora peregrina)
Ormskríkja (2. mynd) er norðlæg tegund.
Hún verpur stranda á milli í Kanada, allt
norður undir 63. breiddargráðu og rétt nær
suður í nyrstu ríki Bandaríkjanna, Maine,
New York, Michigan og Minnesota.
Farleiðir liggja einkum með Mississippi-
fljóti en síður með ströndum. Vetrar
stöðvar eru í löndunum frá Guatemala og
austur til V-Kólumbíu og N-Venezúela.
Ormskríkja kemur á varpstöðvarnar um
það leyti sem ávaxtatrén blómgast en hún
leitar gjaman skordýra í blómum þeirra.
Annars kýs hún helst opinn barrskóg í j
aðri votlendis. Hún byggir hreiður á jörðu
niðri, einkum í svarðmosa (Sphagnum). Á
vetrarstöðvum í Mið-Ameríku heldur hún
gjarnan til á kaffíplantekrum í um 1000-
2000 m hæð og er þar stundum einn
algengasti fuglinn.
2. mynd. Ormskríkja (Vermivora pere-
grina). Ljósm./photo B. Dyer/Cornell Lab.
of Ornithology.
163