Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 58
8. mynd. Krúnuskríkja (Dendroica coron-
ata). Ljósm./photo J. Gavin/Cornell Lab.
of Ornithology.
Vestur-Indíum. Tegundinni er ekki skipt í
undirtegundir. Daggarskríkja verpur í
barrskógum, meðal annars þéttum greni-
skógum. Hún lifír nær eingöngu á skor-
dýrum og köngulóm, sem hún tínir af trjám
eða veiðir á flugi. Hreiður eru í trjám, allt
frá jörðu og upp i 2 m hæð.
Daggarskríkja hefur þrisvar fundist á
Grænlandi, haustið 1875, maí 1880 og
október 1950 (Boertmann 1994). Robbins
(1980) gaf henni mjög lágan líkindastuðul
eða 1,33, enda hefur hún einungis sést
einu sinni á Bretlandseyjum, á Scilly-
eyjum út af Cornwall 27.-28. september
1981 (Rogers o.fl. 1982). Hér á landi hefur
hún þó fundist tvisvar sinnum.
1. Bakki í A-Landeyjum, Rang, 29. september
til 7. desember 1995. - GÞ & GP (1997).
2. Seltjöm við Njarðvík, Gull, 21.-23. október
1995.-GÞ&GP (1997).
Báðir fuglamir em frá haustinu 1995, en
það haust sáust reyndar óvenjumargir
amerískir spörfuglar í Evrópu. Það vakti
sérstaka athygli Breta á sínum tíma þegar
daggarskríkjan sást þar, að sama haust
sáust þar óvenjumargir græningjar (Vireo
olivaceus), eða fimm fuglar (Rogers o.fl.
1982). Græningi er amerískur spörfugl og
einna tíðastur þeirra í Evrópu. Sagan
virðist hafa endurtekið sig haustið 1995,
þegar daggarskríkjurnar sáust hér, en þá
sáust hér einnig 5 græningjar, 10 á Bret-
landseyjum og tveir annars staðar í
Evrópu, sem er með því mesta sem sést
hefur þar á einu hausti (GÞ & GP 1997,
Rogers o.fl. 1996).
Krúnuskríkja (Dendroica coronata)
Af krúnuskríkju (8. mynd) eru tvær
undirtegundir. Undirtegundin hooveri er
vestlæg og verpur frá Yukon, Alberta og
norðanverðri Bresku-Kólumbíu í Kanada
og þaðan langt norður í Alaska. Undir-
tegundin coronata er hins vegar líklegri til
að berast austur yfír Atlantshaf, en hún
verpur frá Alberta í vestri og austur eftir
Kanada, allt norður undir 57. breiddar-
gráðu, til Labrador og Nýfundnalands.
Hún nær suður til norðanverðra ríkjanna
Minnesota, Massachusetts, Pennsylvaníu
og Maine. Vetrarheimkynnin em víðfeðm
og ná allt frá Maine í norðri, vestur til
Kansas og Missouri, suður Bandaríkin og
Mið-Ameríku til Panama, Bermuda,
Bahamaeyja og Jómfrúreyja. Engin önnur
skríkja heldur sig eins norðarlega á
veturna. Á sumrin er krúnuskríkja dæmi-
gerður skógarfugl en hún hcldur sig einnig
mjög gjarnan í porsrunnum (Myrica). Á
veturna má sjá hana nær hvarvetna, einnig
á opnu landi. Hún gerir sér hreiður í trjám,
einkum barrtrjám, s.s. greni (Picea),
sedmsviði (Cedrus) og þöll, allt upp í um
15 m hæð.
Það er ekki að furða að krúnuskríkja,
sem er mjög algeng tegund og norðlæg,
skuli sjást nokkuð reglulega austan
Atlantshafs. Kunnugt er um sex tilvik á
Grænlandi, þar af fjögur frá síðustu öld. Af
fímm dagsettum em tvö frá seinnihluta
maí, eitt frá lokum júlí og tvö frá október
(Boertmann 1994). Krúnuskríkja er næst-
tíðasta skríkjutegundin á Bretlandseyjum
en þar hafa sést 22 fuglar, sá fyrsti árið
1955 en síðast sást tegundin 1995. Reyndar
trónir hún í efsta sæti margnefnds lista
Robbins (1980) með stuðulinn 8,18.
Krúnuskríkjur sjást einkum á haustin, en
frá 5. október til 5. nóvember hafa sést alls
17 fuglar. Tvær hafa sést í maí (18. og 30.)
og ein 4. janúar til 10. febrúar. Flestir
fuglarnir sáust á SV-írlandi og SV-
168