Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 59
Englandi, tveir á eynni Mön, einn á
Suðureyjum við Skotland, einn á Fair Isle
við Hjaltland og einn á Orkneyjum
(Dymond o.fl. 1989, Rogers o.fl. 1994-
1996). Það vekur furðu að tegundin hefur
enn sem komið er ekki fundist á megin-
landi Evrópu, t.d. í Frakklandi. Hér á landi
hafa sést níu fuglar.
1. Heimaey (flugvöllur), Vestm, 25. október
1964 (imm RM5583). Ólafur Sigurðsson.
Greindur til undirtegundarinnar coronata af
J.W. Aldrich.
2. Steinadalur í Suðursveit, A-Skaft, 10. okt-
óber 1976 (d? RM6381). Kristinn H. Skarp-
héðinsson o.fl.
3. Núpsstaður í Fljótshverfi, V-Skaft, 11. okt-
óber 1976 (RM6382). Ingólfur Guðnason,
Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Niel-
sen og Skarphéðinn Þórisson.
4. Heimaey (Klauf), Vestm, 13. október 1976
(einkasafn). Sbr. Ingi Sigurjónsson.
5. Heimaey (Stórhöfði), Vestm, tvær 26. sept-
ember 1980. - GP & KHS (1983).
6. Hafnir, Gull, 1. októbcr 1989 (RM10191). -
GP, GÞ & EÓ (1992).
7. Þorbjöm við Grindavík, Gull, 13. október
1991.-GP, GÞ & EÓ (1993).
8. Staður í Grindavík, Gull, 25. september
1993 (imm RM10851). - GÞ, GP & EÓ
(1995).
Af skríkjum hefur krúnuskríkja sést
oftast hér á landi. Eins og á Bretlands-
eyjum hafa flestar sést hér í október.
Fuglar hafa þó sést nokkru fyrr, þ.e. einn í
Grindavík 25. september árið 1993 (það ár
sást einn skömmu síðar á írlandi) og tveir
fuglar saman í Vestmannaeyjum 26. sept-
ember árið 1980 (en þá sást tegundin ekki
á Bretlandseyjum). Árið 1976 sáust þrír
fuglar dagana 10.-13. október. Þá sáust
hins vegar tveir í sama mánuði á Bret
landseyjum, á suðvesturodda Irlands (7.
október) og eynni Mön (26. október).
Rákaskríkja (Dendroica striata)
Rákaskríkja (9. mynd) er mjög norðlæg
tegund í Ameríku og verpur allt norður að
skógarmörkum frá Beringssundi í vestri lil
Labrador og Nýfundnalands í austri. Hún
nær aðeins suður í norðaustanverð Banda-
9. mynd. Rákaskríkja (Dendroica striata).
Ljósm./photo R. Chittenden/Rare Bird
Photographic Library.
ríkin. Hún flýgur alla leið til S-Ameríku til
vetrardvalar, en vetrarstöðvar ná um norð-
anverða suðurálfúna allt til austanverðrar
Brasilíu. Hún stundar því einstaklega
langt farflug miðað við aðrar skríkjur.
Farleiðir liggja um Flórída og Vestur-
Indíur. Greniskógar norðursins eru kjör-
lcndi tegundarinnar. Hún gerir sér hreiður
neðarlega í grenitrjánum, jafnvel á jörðu
niðri á nyrstu varpslóðum.
Ætla mætti að rákaskríkja sé líklegri en
aðrar skríkjur til að hrekjast austur yfir
Atlantshaf. Eins og fyrr greinir fer allur
fjöldinn um Flórída til vetrarstöðva og
lendir þar í brautum lægða og fellibylja.
Auk þess má vænta þess að tegund með
jafnmikið flugþol og rákaskríkja fari
nokkuð létt með að halda sér á flugi til
Evrópu. Hún er reyndar í 4. sæti á lista
Robbins (1980), með stuðulinn 6,02. Á
Grænlandi hafa sést átta rákaskríkjur (sjö
tilvik), ein sumarið 1853, ljórar í október
1911, ein i september 1919, ein í október
1951 og ein vorið 1984 (Boertmann 1994).
Rákaskríkja er langalgengasta skríkjan á
Bretlandseyjum. Sú fyrsta sást reyndar
ekki fyrr en árið 1968 en til ársins 1995
höfðu sést þar 34 fuglar. Hennar hefur
aðeins orðið vart að haustlagi, einn fugl
sást 18. september, einn 10.-20. desember
en allir hinir á tímabilinu frá 30. septem-
ber til 29. október. Allar nema þrjár hafa
fundist á suðvestanverðum eyjunum, þar af
169