Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 60
18 á Scilly-eyjum út af Comwall. Tvær
hafa sést á Hjaltlandi og ein á Fair Isle
(Smith o.fl. 1969, 1971, Dymond o.fl.
1976, O’Sullivan o.fl. 1977, Rogers o.fl.
1978-1992, 1994-1996). Þá hefur ein
rákaskríkja fundist á eynni Sark á Ermar-
sundi, í okt./nóv. 1980 (Lewington o.fl.
1991) og ein í Frakklandi, 9.-15. október
1990 (Dubois o.fl. 1991). Alls hafa sjö
rákaskríkjur sést á íslandi, allar nema ein á
8. áratugnum.
1. Heimaey (Brekkuhús), Vestm, 28. septem-
ber 1972 (RM5584). Friðrik Jesson.
2. Reykjavik (Miðtún), 18. október 1974 (RM-
5585). Skarphéðinn Þórisson o.fl.
3. Reykjavík (Hvassaleiti), ca. 22.-24. október
1974 (RM5586). Ingólfúr Guðnason o.fl.
4. Kvísker í Öræfúm, A-Skaft, 3. nóvember
1974 (5 imm? RM5587). Hálfdán Bjöms-
son.
5. Reykjavík (Laugateigur), 30.-31. október
1975 (d? imm RM6054). Skarphéðinn
Þórisson o.fl.
6. Heimaey, Vestm, 23. október 1979 (RM-
6988). -GP&KHS (1980).
7. Seltjöm við Njarðvík, Gull, 7.-8. október
1995.-GÞ&GP (1997).
Hérlendis sáust rákaskríkjumar á tíma-
bilinu frá 28. september til 3. nóvember
sem samræmist ágætlega reynslu Breta.
Hins vegar hafa þær sjaldan sést um sömu
mundir hér á landi og á Bretlandseyjum.
Haustið 1975 sáust rákaskríkjur um svipað
leyti á Bretlandi (19.-20. október á Scilly-
eyjum) og hér (30.-31. október), og
haustið 1995 sást ein hér (7.-8. október)
og tvær á Bretlandseyjum (ein 27. október
til 6. nóvember og önnur 29. október). Þó
er ólíklegt að nokkur tengsl séu þar á milli
þar sem stefnan til SV-Bretlands annars
vegar og Islands hins vegar er gjörólík.
Svo virðist sem loftstraumar beri ekki
endilega fúgla til íslands og suðvestan-
verðra Bretlandseyja samtímis, sbr. haust-
ið 1974 þegar þrjár rákaskríkjur sáust á
Islandi en engin á Bretlandseyjum, og
aftur haustið 1976 er tíu sáust á Bretlands-
eyjum en engin hér á landi. Þær sáust allar
á suðvestanverðum eyjunum og hafa loft-
straumar því ekki legið til íslands. Frekar
mætti vænta sambands á milli komu fugla
til íslands og eyjanna norðan Skotlands.
Það er athyglisvert að fuglarnir þrír sem
sáust hér haustið 1974 voru allir í görðum
við heimili fuglaskoðara. Ekki er því
óraunhæft að ætla að umtalsverður fjöldi
rákaskríkja hafi þá borist til landsins.
10. mynd. Húmskríkja (Setophaga ruti-
cilla). Ljósm. photo B. Dyer/Cornell Lab.
of Omithology.
Húmskríkja (Setophaga ruticilla)
Húmskríkja (10. mynd) er ásamt ráka-
skríkju og krúnuskríkju talin ein algeng-
asta skríkjutegundin í N-Ameríku. Hún
skiptist í tvær undirtegundir, trícolora sem
er norðlæg og ruticilla sem er suðlæg.
Reyndar mun vera mjög óljós útlitsmunur
á þessum tveimur undirtegundum. Undir-
tegundin tricolora er útbreidd stranda á
milli í Kanada, frá Bresku-Kólumbíu
austur um miðbik Ontario og Quebec til
Nýfundnalands og norðurhluta Maine í
Bandaríkjunum, og vestan megin suður
Klettafjöllin allt til Utah. Undirtegundin
ruticilla tekur við þar fyrir sunnan, allt
suður til Texas og Alabama. Vetrarstöðvar
þeirrar norðlægu eru frá Kaliforníuflóa
suður til norðanverðrar S-Ameríku alll
austur til Bresku-Guyana. Hin dvelur á
svipuðum slóðum en einnig á eyjunum í
Karíbahafi. A vorin kemur húmskríkja til
Flórída í fyrstu viku maí en mánuði síðar til
New York. A haustin hefst farflug þegar
um miðjan júlí og um miðjan október hafa
langflestir fuglamir yfírgefíð heimkynnin í
170