Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 77
gróður, minnkun gróðurhulu og minni efnahvarfaveðrun. Þannig sjá sumir fyrir sér að gagnverkandi áhrif efnisflutninga með árvatni til sjávar vegna efnahvarfa- veðrunar og kalkmyndun í sjó valdi sífelldum sveiflum í kolsýrustyrk and- rúmsloftsins og því sífelldum sveiflum í hitastigi á jörðinni. Við brennslu á kolum og olíu sleppur mikið magn kolsýru út í andrúmsloftið. Aukinn styrkur kolsýru veldur aukinni gleypingu varmageisla frá sólinni og því hlýnun (gróðurhúsaáhrifum). En við brennsluna berast fleiri lofttegundir út í andrúmsloftið, s.s. brennisteinstvíoxíð og köfnunarefnisoxíð. Þær valda súru regni sem örvar efnahvarfaveðrun og kalk- myndun í sjó og um leið lækkun á kolsýrustyrk andrúmsloftsins. Þær steindir sem myndast öðrum fremur við veðrun eru ýmsar leirsteindir. Auk þeirra eru vötnuð oxíð af járni algeng, a.m.k. ef jámrikt berg veðrast. Veðmnarkápa á basísku bergi er stundum rík af mangani (Georg Douglas 1987) en það myndar torleyst oxíð. Annars er það einkenni á veðmnarsteindum að þær em ókristallaðar eða illa kristallaðar og mjög smáar. Efnahvarfaveðmn er snar þáttur í jarð- vegsmyndun. Með jarðvegi er hér átt við allt efni sem ofan á berggmnni liggur, þ.e. möl og hverskonar bergbrot, gosösku og önnur fokefni, veðrunarsteindir og lífræn- ar leifar. Jarðvegur er oftast lagskiptur með tilliti til þessara efna. Dæmigert snið gegnum jarðveg er sýnt á 3. mynd. A Islandi er gerð jarðvegs og snið gegnum hann á annan veg en yfirleitt gerist þar sem loftslag er temprað eða heitt. Kemur þar tvennt til. Annars vegar eldvirkni og hins vegar köld veðrátta. Einnig virðist mikil úrkoma og ört afrennsli hafa sitt að segja. Lágur lofthiti hér á landi tefúr íyrir rotnun og veldur því að þykkt efsta lífræna lagsins í jarðvegi er mjög mikil. Uppblástur og eldvirkni valda því að jarðvegurinn inniheldur mikið af fokefni, sérstaklega í gosbeltunum og næsta nágrenni þeirra. Undirlag hins lífræna jarðvegs er víða aðflutt efrii, foksandur eða jökulruðningur. ■ SÚR YFIRBORÐSVEÐRUN Leirskellur em mjög áberandi á háhita- svæðum landsins. Ýmist em þessar skellur kaldar og þá merki um foman hita eða þær eru heitar og umlykja gufuhveri, leirhveri og brennisteinsþúfúr. Litadýrð er mikil í þessum skellum. Mest áberandi er gulur litur brennisteins, rauður litur steindarinnar hematíts og dökkgrár litur leirs. Grái liturinn virðist yfírleitt stafa af örsmáum kristöllum brennisteinskíss í leimum en ekki af lit leirsteindanna sjálfra (4. og 5. mynd). Hér er rétt að geta þess að orðið leir er notað í tvennskonar merkingu, annars vegar um mulning af bergi og öðmm jarðefnum af komastærð minni en 0,005 mm (skilgreining er nokkuð breytileg). Hins vegar er orðið notað um tiltekinn flokk steinda. Þegar hér er talað um leir í leirskellum er átt við leirsteindir, enda miðað við greiningu þeirra í leirnum en ekki mælingu á kornastærð. Kom leir- steinda em yfirleitt smá og falla í koma- stærðarflokk leirs. Það og arfur frá dögum ófullkominnar þekkingar í þessum efnum er vafalaust orsök þess að orðið leir hefúr tvíþætta merkingu. Gufa sem rís til yfírborðs á háhitasvæð- um inniheldur ýmsar gastegundir, þar á meðal brennisteinsvetni sem flestir þekkja af lyktinni, hinni góðkunnu hveralykt. Brennisteinsvetni hefur tilhneigingu til að oxast yfir í brennistein þegar það kemst í snertingu við andrúmsloft samkvæmt eftirfarandi efnahvarfí: (1) H2S + 1/20, = S + H20 brcnnisteinsvetni súrefni brennisteinn vatn Þessi oxun getur þó gengið lengra og myndast þá brennisteinssýra: (2) H2S + 202 = H2S04 brennisteinssýra Oxun brennisteinsvetnis verður einnig þegar jarðgufa lendir í yfírborðsvatni, en í slíku vatni em um 10 mg af uppleystu súrefni í hverjum lítra. 187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.