Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 83
11. mynd. Seólítabelti George Walkers á Austíjörðum. Byggt á grein Knstjáns
Sæmundssonar & lngvars B. Friðleifssonar (1980).
steindaflokkar eru ál-silíköt af kalsíum,
natríum og kalíum, en seólítarnir innihalda
auk þess vatn. Vatnsinnihaldið er
breytilegt, svo og kísilinnihaldið. Til-
hneiging er til þess að þeir seólítar sem
myndast við lægstan hita innihaldi mest
vatn, en þeir sem myndast við hæstan liita
minnst. Kísilsnauða seólíta er aðallega að
finna í ólivín-basalti, en það er tiltölulega
kísilsnautt af basalti að vera. Hins vegar
finnast kísilríkir seólítar í þóleíti, en það
er tiltölulega kísilríkt basalt.
Kortlagning á dreifingu seólíta í bergi á
sunnanverðum Austíjörðum leiddi í ljós
nokkra lagskiptingu, þótt ekki sé hún
glögg. Walker (1960), sem kortlagði
dreifingu seólítanna, aðgreindi 3 seólita-
belti (11. mynd). Þeim hallar örfáar gráður
í vestnorðvestlæga stefnu, en jarðlögunum
meira, eða um 10°. Því skera seólítabeltin
jarðlögin.
Magn seólíta og stærð kristalla vex i
heildina með dýpi. Talið er að aukin
kristallastærð og aukið magn seólíta
endurspegli vaxandi hita með dýpi í
hraunlagastaflanum á Austfjörðum.
Athuganir Walkers leiddu í Ijós að
tíðni bergganga í hraunlagastaflanum á
Austtjörðum minnkar með hæð. Hann
taldi gangana aðfærsluæðar gos-
sprungna. Með því að framlengja
gangaþéttleikann upp á við, þar til hann
varð núll, áætlaði Walker hversu hátt
upphaflegt yfirborð hraunlagastaflans
hefði legið yfir fjöllunum. Niðurstaðan
var sú að um 500 metrar hefðu rofist
ofan af upphaflegum hraunlagastafla.
Með þessu móti áætlaði Walker hve
djúpt hefði verið niður á hin ýrnsu seó-
lítabelti frá upphaflegu yfirborði. Niður-
stöður Ágústs Guðmundssonar (1996)
benda til þess að túlkun Walkers á
gangaþéttleika standist ekki fyllilega.
Gangar eru ekki alltaf gamlar aðfærslu-
æðar gossprungna. í Kröflueldum 1975-
84 rann kvika oft frá kvikuhólfi í rótum
Kröflueldstöðvarinnar út eftir sprungum
og myndaði þvi ganga, án þess að hún
næði til yfirborðs.
Á Vestfjörðum og á Tröllaskaga er
allur efri hluti fjallanna úr ferskum
hraunum og óholufylltum og seólíta-
beltin þar liggja dýpra en á Austfjörðum.
Þetta stafar af því að ekki hefur rofist
eins mikið ofan af hraunlagastaflanum á
þessum svæðum og á Austljörðum.
193