Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 87
16. mynd. Útbreiðsla epídóts í hinu forna háhitasvæði í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Epídót
myndast ekki nema hiti sé yfír 230°C. Áberandi er hversu mjög útbreiðsla epídótsins
tengist innskotum á svæðinu. Ekki er ólíklegt að innskotin séu útbreiddari neðanjarðar
þannig að útbreiðsla epídótsins afmarki háhitaummyndað berg sem liggur yfír stórum
innskotamassa. Byggt á Annells (1969).
magn ummyndunar, en ekki að móbergið
sé lekara en basaltið eins og stundum hefur
verið ranglega ályktað.
Athuganir á ummyndun á virkum háhita-
svæðum sýna yfirleitt reglulega lag-
skiptingu ummyndunarsteinda með dýpi.
Með ítarlegum samanburði á mældum hita
í borholum og dreifingu ummyndunar-
steinda sýndi Hrefna Kristmannsdóttir
(1979) fram á að margar þeirra myndast
aðeins á ákveðnu hitabili. Þegar tekist
hafði að tengja myndun ákveðinna um-
myndunarsteinda við tiltekin hitabil mátti
snúa dæminu við og meta hita í jarðhita-
kerfúm út frá dreifíngu þessara steinda.
Þetta hefúr gildi þegar rennsli milli æða í
borholum eða suða koma í veg fýrir að bcinar
hitamælingar í holum veiti vitneskju um hita
á mismunandi dýpi. Eins segja ummyndun-
arsteindimar til um hitasögu jarðhitakerfa,
hvort þau séu að hitna eða kólna.
Á 13. mynd er sýnd dreifing ummynd-
unarsteinda í borholu 15 á Nesjavöllum
ásamt mældum hita og berghita áætluðum út
frá dreifingu þessara steinda. Hér er sam-
ræmi allgott milli mælds hita og berghita.
Stundum er þetta samræmi ekki svona gott,
ýmist vegna þess að ummyndunarsteindimar
mynduðust þegar hitaástand í jarðhitakerfmu
var annað en nú ríkir eða vegna suðu
eða streymis milli æða.
Á sumum háhitasvæðum, t.d. Nesja-
völlum og Kröflu, eru ummyndunarbeltin
kúpt. Efri mörk þeirra liggja á minnstu
dýpi á tilteknum hluta svæðanna en svo
dýpkar á þau til allra átta. Þessi dreifing,
sem endurspeglar hitaástandið, veitir
einnig vitneskju um stærð og lögun jarð-
hitakerfanna. Nálægt jöðrum þeirra
dýpkar snarlega á efri mörk ummyndunar-
beltanna. Athugun á dreifingu ummynd-
unarsteinda er því gagnleg til að meta
stærð jarðhitasvæða og staðsetja holur sem
boraðar cru eftir vatni eða gufu.
197