Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 96
Skýrsla um hið íslenska
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG FYRIR
ÁRIÐ 1995
Samkvæmt lögum Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags skal formaður félagsins
birta skýrslu um starfsemi þess í Nátt-
úrufræðingnum árlega.
M FÉLAGAR
í árslok voru félagar og áskrifendur að Nátt-
úrufræðingnum 1575 og hafði fjölgað um 15
á árinu. Hefur þá ljölgað í félaginu tvö ár í
röð, þó lítið sé, eftir stöðuga fækkun 1988-
1993. Heiðursfélagar voru 10, kjörfélagar 6,
en Magnús Árnason var kjörinn kjörfélagi á
aðalfundi 1995. Ævifélagar voru 15 og hafði
fækkað um 1. Almennir félagar innanlands
voru 1200, skólafélagar 115, félagar og stofn-
anir erlendis 67 en stofnanir innanlands 139.
Alls létust 13 félagsmenn á árinu, 17 voru
strikaðir út af félagaskrá vegna vanskila, og
hafa ekki verið færri um árabil, 39 gengu úr
félaginu en 84 gengu í það, þar af 26 á
svokölluðum skóla- eða ungmennakjörum.
■ STjÓRN OG STARFSMENN
Á aöalfundi HÍN, 11. febrúar 1995, voru frá-
farandi stjórnarmenn endurkjömir. Stjóm
félagsins var 1995 skipuð sem hér segir:
Formaður Freysteinn Sigurðsson, varafor-
Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í
jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið
1974. Freystcinn hefur starfað hjá Orkustofnun æ
síðan, einkum viö grunnvatnsrannsóknir, neyslu-
vatnsrannsóknir og jarðfræðikortagcrð. Hann hefur
verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá
1990.
FREYSTEINN SIGURÐSSON
maður Hreggviður Norðdahl, ritari Þóra Elín
Guðjónsdóttir, gjaldkeri Ingólfur Einarsson,
meðstjómandi Sigurður S. Snorrason. Vara-
menn í stjórn vom Helgi Guðmundsson og
Hilmar J. Malmquist, sem var kosinn í stað
Guðmundar Halldórssonar er ekki gaf kost á
sér til endurkjörs. Endurskoðendur vom
Sveinn Ólafsson og Tómas Einarsson, sem
var kosinn i stað Magnúsar Árnasonar er ekki
gaf kost á sér til endurkjörs eftir langan
starfstíma sem endurskoðandi. Varaendur-
skoðandi var Kristinn Einarsson, sem var
kosinn í stað Ólafs Jónssonar sem lést nokkm
fyrir aðalfund.
Fulltrúi í Dýravemdarráði, tilnefndur af
HÍN, var Sigurður H. Richter. Fulltrúar HÍN
á aðalfundi samtakanna Landvemdar vom
Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sig-
bjamarson.
Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur
Sigbjarnarson, útbreiðslustjóri Erling Ólafs-
son og ritstjóri Náttúrufræðingsins Sigmund-
ur Einarsson. Framkvæmdastjóri sá um skrif-
stofuhald og daglegan rekstur félagsins,
ýmisleg erindi þess, undirbúning stjómar-
funda, ritstjórn og útgáfu félagsbréfs, undir-
búning og framkvæmd fræðslufunda og
fræðsluferða. Skrifstofa félagsins að Hlemmi
3 (hjá Náttúmfræðistofnun íslands, Reykja-
víkursetri) var opin á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 9-12 flestar vikur ársins.
Útbreiðslustjóri sá um félagatal, útsendingu
Náttúmfræðingsins og félagsbréfa, innheimtu
félagsgjalda og skyld erindi.
Stjórnarfundir vom 7 á milli aðalfunda.
Geftn voru út 6 félagsbréf á árinu. Stjórn HÍN
sendi rúmlega 60 manns jólakort, eins og gert
hefur verið undanfarin ár, þeim sem félagið
átti gott upp að inna á árinu.
206