Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 99
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Haldnir voru 7 hefðbundnir fræðslufundir á
árinu. Voru fundimir haldnir síðasta mánu-
dag hvers mánaðar, kl. 20:30, og hefur sú
hefð verið á um sjö áratuga skeið. Einn fúnd-
ur var haldinn fyrirvaralítið í júlí (í samvinnu
við Rannsóknastofnun landbúnaðarins) og
annar í nóvember í samvinnu við Vináttu-
félag íslands og Kanada. Fundimir voru allir
haldnir í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi
Háskólans, nema fyrmefndur fundur í nóv-
ember, sem haldinn var í Norræna húsinu.
Fyrirlesarar og erindi vom sem hér segir:
30. janúar: Ólafur K. Nielsen, fuglafræð-
ingur: Um fálka og rjúpur. Fundinn sóttu
109 manns.
27. febrúar: Ámi Hjartarson, jarðfræðingur:
Á Hekluslóðum. Fundinn sóttu 103
manns.
27. mars: Sigurður H. Magnússon, gróður-
vistfræðingur: Landnám plantna á rof-
svæðum. Fundinn sóttu 73 manns.
24. apríl: Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð-
ingur, og Guttormur Sigbjamarson, jarð-
fræðingur: Hamfarahlaupsfarvegir og
vatnafar við Jökulsá á Fjöllum. Fundinn
sóttu 98 manns.
29. maí: Trausti Jónsson, veðurfræðingur, og
Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur:
Hlýnun af völdum vaxandi gróður-
húsaáhrifa. Fundinn sóttu 52 manns.
3. júlí: Alicia Warren, líffræðingur frá
Nýja-Sjálandi: Áhrif Russell-lúpínu á
gróðurfar og dýralíf á Nýja-Sjálandi.
Fundinn sóttu 22 manns.
30. oklóber: Jón Jónsson, jarðfræðingur:
Eldgosið við Leiðólfsfell. Fundinn sóttu
75 manns.
15. nóvember: í samvinnu við Vináttufélag
íslands og Kanada (í Norræna húsinu):
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, og
Þór Jakobsson, veðurfræðingur: Vín-
landsferðir og veðurfar. Fundinn sóttu 68
manns.
27. nóvember: Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur: Loðnan og hlutverk hennar í
fæðukeðju norðlægra hafsvæða. Fundinn
sóttu 38 manns.
Fundirnir vom kynntir í dagskrám dag-
blaða og útvarps og kann HIN fjölmiðlum
þessum hinar bestu þakkir fyrir. Hreggviður
Norðdahl og umboðsmenn félagsins á nátt-
úmfræðilegum vinnustöðum og framhalds-
skólum á höfuðborgarsvæðinu sáu um aug-
lýsingar á þeim stöðum með vegg- eða töflu-
blöðum. Er Háskóla íslands þakkað fyrir
greið afnot af fyrirlestrasalnum í Odda og
húsráðendum þar fyrir einkar greiða og
trausta þjónustu við undirbúning funda.
■ FERÐIROG NÁMSKEIÐ
Farnar vom 7 fræðslu- og náttúmskoðunar-
ferðir á sumrinu 1995, þar af 4 í samvinnu við
Ferðafélag Islands, en 2 ferðir, sem fyrir-
hugaðar vom í samvinnu við Ferðafélagið,
féllu niður vegna ónógrar þátttöku. Önnur átti
að vera 4.-13. ágúst um miðhálendið og
Norðausturland, en hin 1.-3. september á
Kötluslóðir. Samvinnan við Ferðafélagið
hófst 1994 og hefur reynslan af henni verið
mjög góð.
Þátttaka í ferðunum var svipuð og árið
áður. Má það kallast gott í ljósi harðnandi
samkeppni og almennt minni þátttöku í
innanlandsferðum. Hins vegar hefði þátttaka
mátt vera meiri, því að það var nær einróma
álit þátttakenda í ferðum sumarsins að þær
hefðu tekist sérlega vel og verið í senn einkar
fróðlegar og skemmtilegar. Gjaldi fyrir ferð-
imar er stillt mjög í hóf, svo að þær munu
vera með ódýrustu ferðum sem völ er á hér-
lendis. Guðmundur Jónasson hf. hefur séð
um akstur og flutning og hefur umhyggja
fyrirtækisins og einstök lipurð og lagni bíl-
stjóranna verið veigamikill þáttur í því að
gera þessar ferðir ánægjulegar. Leiðsögu-
menn hafa að vanda undirbúið ferðimar vel
og skýrt fúrður náttúmnnar á ljósan og auð-
sæjan hátt, auk ýmissa upplýsinga um land,
lýð og þjóðháttu. Kann félagið þeim hinar
bestu þakkir, því að allt er þetta unnið í sjálf-
boðavinnu. Móttökur og fyrirgreiðsla hefur
einnig verið með ágætum á gisti- og áfanga-
stöðum og kann HÍN hlutaðeigandi bestu
þakkir.
Fuglaskoðun á suðurnesjum
Fuglaskoðunarferð var farin 13. maí í sam-
starfi við Ferðafélag Islands, sem sá um
fararstjórn og ferðarundirbúning. Farið var á
helstu dvalarstaði farfugla og sjófugla á þess-
209