Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 14
nýtingar, sem þar á sér stað. Áður hafa
nokkrar rannsóknir farið fram á öðrum
háhitasvæðum, einkum á Reykjanes-
skaganum, Hengilssvæðinu og við
Námafjall. Að mörgu leyti svipar rann-
sóknum á háhitasvæðum til þeirra, sem
lýst var hér að framan fyrir lághita-
svæði. Háhitasvæðin eru hins vegar öll í
hinu virka gosbelti landsins eins og áður
er getið og oft tengd virkum eldstöðv-
um. Þá áhættu, sem því er samfara fyrir
nýtingu þeirra, verður að reyna að meta
með rannsóknum á sem raunhæfastan
hátt á hverjum stað. Þetta hefur komið
mjög áþreifanlega í ljós á Kröflusvæð-
inu, þar sem eldvirknin og jarðhitanýt-
ingin hafa svo að segja átt sér stað hlið
við hlið. Ákvarðanataka undir slíkum
kringumstæðum er vandasöm og getur
hæglega stjórnast af ótta eða óhóflegri
bjartsýni, ef ekki liggja fyrir fullnægj-
andi rannsóknir til að byggja á.
Á komandi árum er nauðsynlegt að
efla rannsóknir á háhitasvæðunum, sem
búa yfir mestu orkumagni á flatarein-
ingu allra jarðhitasvæða landsins, og að
öðru jöfnu hagstæðustu virkjunarskil-
yrðunum. Nokkur reynsla er þegar
fengin af nýtingu þessara svæða til
iðnaðar, hitaveitna og raforkufram-
leiðslu, og varla ástæða til að ætla annað
en framhald verði á slíkri nýtingu. Það
eru einkum háhitasvæðin á Suðvestur-
landi og Norðausturlandi, sem liggja.
best við nýtingu, sem þarf að einbeita
sér að. ! því sambandi er nauðsynlegt að
hafa í huga að það getur tekið 5 —10 ár
frá því að rannsókn svæðis hefst að
marki þar til þekking á því er komin á
það stig, að hægt er að taka ákvörðun
um meiri háttar nýtingu þess.
SUMMARY
Geothermal Energy
by Gudmundur Pálmason
Orkustofnun, Reykjavík
The paper gives an introductory overview
of the utilization of geothermal energy in
Iceland and elsewhere, provides an estimate
of the geothermal resource potential of Ice-
land, and discusses briefly geothermal res-
earch related to the utilization of the geo-
thermal resources.
In 1978 geothermal resources provided
about 33% of the total energy used in Ice-
land, a higher percentage than in any other
country. The total worldwide generating
capacity of geothermal power stations was
2500 MWe in 1980, and the estimated in-
stalled capacity of low-themperature uti-
lization (< 180°C) was about 9000 MWt.
A recent estimate by the Geothermal
Division of Orkustofnun of the geothermal
resource potential of Iceland indicates that
the available thermal potential is about
3500 EJ (1 EJ = 1018J). Of this, 100-500
EJ is in the high-temperature fields and
other active areas within the volcanic zone.
This corresponds to an eletrical generating
potential of 3500—12000 MWt for 50 years.
156