Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 76
Vatnsstreymi og lega vatnsceða
Ummyndun felur í sér, að uppruna-
legar steindir og gler í berginu eyðast og
aðrar koma í staðinn. Þessi ummyndun
verður aðeins þar sem jarðhitavatn er í
snertingu við bergið. Hversu mikið
bergið hefur ummyndast ákvarðast því
af stærð snertiflatar milli vatns og bergs.
Aðrir þættir koma þó líka inn í mynd-
ina. Við hærra hitastig verður um-
myndunin auðveldari. Sumar steindir
ummyndast auðveldar en aðrar. Ólivin
eyðist auðveldlegast af steindum í bas-
alti, en plagíóklas tregast. Gler um-
myndast mjög auðveldlega.
Snertiflötur milli bergs og vatns
ákvarðast mikið til af berggerð. Smá-
kornótt molaberg eins og túff um-
myndast mjög auðveldlega, alkristallað,
ósprungið basalt og innskot ummyndast
mjög treglega. Þannig má nota magn
ummyndunar í borsvarfi til þess að
álykta um vatnsmagn og vatnsstreymi í
berginu. Athugun á borkjörnum, sem
sýndi dreifingu ummyndunar í berginu,
gæti einnig verið mjög gagnleg til þess
að segja til um eðli vatnsæða, sem gefa
vatn inn í borholur. Gildi slíkrar vitn-
eskju liggur í því, að hún segir fyrir um
þætti, sem hafa álirif á staðsetningu
borhola og gefur innsýn í, hversu ár-
angur af borun er óviss. í fyrra tilfellinu,
ef vatnsæðar eru gjallkargi milli hraun-
laga, má búast við að árangur af borun
sé nokkuð viss. Séu vatnsæðar hins veg-
ar sprungur, verður árangurinn „happ-
drættiskenndari“.
Boranir i Hveragerði, á Nesjavöllum
og við Kröflu sýna mikla ummyndun á
fyrstnefnda svæðinu, en litla á tveim
þeim síðarnefndu, a. m. k. neðan
1200—1400 metra dýpis. Sú mynd, sem
strax kemur i hugann er, að vatnsleiðni
sé í heildina betri í Hveragerðiskerfinu
en í hinum tveimur. Þegar borað er í
gegnum ummyndað berg og niður í
ferskt, eins og t. d. í Kröflu, þýðir það
annað tveggja: Borholan er fyrir utan
uppstreymið, eða að berggerðir taka við,
þar sem rennsli er öðruvísi háttað (í af-
mörkuðum sprungum) en í efri jarðlög-
um.
A thugun á áhrifum efnajafnvœgja
milli vatns og steinda á efnainni-
hald jarðhitavatnsins
Oft er verulegur munur á styrk efna í
vatni og gufu úr borholum af sama
svæði og má rekja þann mun til hitastigs
í borholunum og legu vatnsæða. Mikil-
vægt er því að meta áhrif suðu, hita-
háðra efnajafnvægja og blöndunar við
kalt vatn á styrk efna í vökva úr ein-
stökum holum og reyna að skýra mun-
inn á magnbundinn hátt. Þannig sést,
hversu marktæk gögnin úr rannsóknar-
holunum eru fyrir jarðhitakerfið og
hvers konar breytinga á efnainnihaldi er
að vænta, ef boraðar væru dýpri holur
og innstreymisæðar yrðu heitari.
Athugun á efnajafnvægjum milli
uppleystra efna og steinda krefst um-
fangsmikilla útreikninga og er timafrek.
Gerð hafa verið tölvuforrit fyrir slíka
reikninga (Kharaka og Barnes 1973,
Truesdell og Jones 1974, Stefán Arn-
órsson o. fl. 1978, 1981 b).
Gildi jafnvægisstuðla, sem lýsa efna-
jafnvægi milli ákveðins steindahóps og
uppleystra efna, er oft injög svipað við
sama hitastig fyrir mismunandi
steindahópa. Þetta veldur óvissu um
ályktanir, sem eru dregnar út frá efna-
innihaldi vatnsins, að vatniö sé í jafn-
vægi við ákveðnar steindir. Ástæða er til
þess að tengja saman sem mest athugun
218