Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 137
Á láglendi hittir vatniö á lóðréttar
sprungur eða ganga og streymir upp til
yfirborðs að hluta. Þar sem láglendi
skerst langt inn til lands, getur þrýst-
ingur í vatnsæðum verið verulega hærri,
en þarf til að vatnið nái yfirborði. Bor-
holur á þessum stöðum sýna yfirþrýst-
ing, þegar þeim er lokað. Ef vatnsrásir
til yfirborðs eru greiðar, veldur yfir-
þrýstingurinn meira rennsli. Hverir inn
til lands ættu því að jafnaði að vera
vatnsmeiri en nær ströndu.
Til einföldunar gerum við nú ráð fyrir
að allt vatnið skili sér í hverum og laug-
um í 50 m y s i fjarlægð r= 130 km frá
landmiðju. Heildarrennslið verður þá
2 ngkd(hn—h)
v hi( —p— )
Við þekkjum sæmilega flestar stærðir til
að áætla rennslið nema k og d. Hljóð-
hraðamælingar Guðmundar Pálmason-
ar (1971) benda til þess, að á 3—4 km
dýpi sé berg orðið svo þétt, að vatn
komist almennt ekki dýpra. Hár hita-
stigull, 60— 100°C/km (Guðmundur
Pálmason og Kristján Sæmundsson
1979) bendir einnig til þess, að lághita-
vatn (T<150°C) hafi ekki streymt dýpra
en á 2 km. Boranir sýna, að bergstaflinn
er víðast nokkuð þéttur og lárétt rennsli
fer helst fram á mótum hraunlaga eða
hrauns og móbergs, sem eru svo rík af
gjalli eða grófum millilögum, að þau
hafa ekki náð að þéttast með útfelling-
um. Vel vatnsgeng lög eru að jafnaði
fáein á hverjum 1000 metrum. I
Reykjavík hefur margfeldi af lekt og
þykkt k d verið metið um 11010m3 og á
Reykjum 81010m3 (Þorsteinn Thor-
steinsson 1975). Þar er jarðhiti í kvart-
eru bergi. Þessi svæði eru ekki dæmigerð
fyrir bergstaflann i heild, heldur er lík-
legt, að hverasvæðin séu þarna vegna
þess, að vatnið hefur fundið óvenju góða
lekt til yfirborðs. Boranir í tertíert berg á
Laugalandi og Ytri-Tjörnum í Eyjafirði
og Bæ í Borgarfirði hafa gefið lægri gildi
(3—6)-10 nm3 (Kristján Sæmundsson
og Ingvar Birgir Friðleifsson 1980).
Varleg áætlun væri því að nota
k-d = l-10-llm3 fyrir rennslisleiðina frá
hálendinu að jarðhitasvæðum á lág-
lendi.
Seigja vatns við 100°C meðalhita er
v =0,29-10l‘m2/s og önnur tölugildi
verða eins og nefnt var að ofan. Þessar
tölur leiða til rennslis Q_=2,l m3/s eða
2100 1/s, sem er reyndar sama gildi og
Trausti Einarsson fékk forðum daga.
Samanlagt rennsli hvera og lauga hefur
verið metið 1800 1/s (Kristján
Sæmundsson og Ingvar Birgir Friðleifs-
son 1980). Hluti grunnvatnsstraumsins
fer hins vegar á haf út án þess að koma
til yfirborðs á þurru landi.
Urkoma á hálendið er um 1 m á ári og
jafngildir um 560 m3/s á svæðið innan
hringsins ro. Aðeins 4%o af úrkomunni
þyrftu þess vegna að síga niður i bergið
og verða að jarðhitavatni.
Næst er að huga að varma vatnsins.
Til að hita 2,1 m3/s um 100°C þarf 880
MW varmaafl. Vatnið tekur í sig varma
frá hitunarfleti n (r2—r02), en um hann
fer almennur varmastraumur, sem við
áætlum varlega tvöfalt meðalgildi jarð-
ar eða 0,13 W/m2. Varmastraumur um
hitunarflötinn er 4600 MW, þ. e. um
fimm sinnum meiri, en þarf til að hita
vatnið.
Hve lengi er vatnið á leiðinni? Ef við
hugsum okkur rennsli i pípu, er hraði
279