Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 189
hólfa megi það í fleiri aðskilin kerfi.
Fyrstu niðurstöður þessara athugana
leiddu í ljós að með dælum á 200 m dýpi
mætti vinna um 140 1/s úr holum við
Laugaland en 50—60 1/s úr holum við
Ytri-Tjarnir. Svæðin virtust vera vatns-
fræðilega óháð hvort öðru. Y'fkjun
svæðanna er enn ekki að fullu lokið og
vinnslutími of stuttur til þess að unnt sé
að fjölyrða um langtíma tengsl þeirra og
þar með samanlagða vinnslugetu til
frambúðar. En jafnvel þótt meiri og
langvinnari vinnsla kunni að leiða í ljós
vatnsfræðileg tengsl milli svæðanna,
t. d. í efri hluta holanna þar sem svip-
aður hiti er ríkjandi á báðum svæðun-
um, er enn sem fyrr gert ráð fyrir að
samanlögð vinnslugeta þeirra til fram-
búðar geti orðið um 190 1/s, með því að
síkka dælurnar í 250—300 m. Þetta
vatnsmagn nægir til þess að hita veru-
legan hluta bæjarins með því að hafa
tvöfalt kerfi i hluta hans og hita frá-
rennslisvatnið í kyndistöð, þegar mest
álag er í kuldum að vetrinum.
Hittni borhola á vinnslusvæðunum
við Laugaland og Ytri-Tjarnir hefur
verið um 50% þ. e. af 11 boruðum hol-
um hafa 6 hitt í góðar vatnsæðar og 5
holur eru nýttar. Hefur hittnin aukist er
á leið boranirnar, einkum eftir að grun-
ur féll á einn ákveðinn berggang sem
meginvatnsleiðarann. Verður að telja
þcnnan árangur góðan miðað við hittni
borhola almennt á blágrýtissvæðum
landsins.
Enn skortir á að Hitaveita Akureyrar
hafi nægjanlegt vatn til þess að geta
liitað allan bæinn, selt vatn til iðnfyrir-
tækja og séð fyrir aukinni vatnsþörf í
framtíðinni. Þarf því enn að halda
rannsóknum, bæði forrannsóknum og
djúprannsóknum, áfram um einhver ár
enn. Beinast þær bæði að hugsanlegum
nýjum vinnslusvæðum innan Eyja-
fjarðarsvæðisins, t. d. Hrafnagili og
Kristnesi, en einnig að öðrum jarðhita-
svæðum í grennd við Akureyri. Má þar
nefna Ytra-Gil og Glerárgil en einnig
Reyki í Fnjóskadal, sem álitnir eru vera
vænlegt svæði til vatnsöflunar. Þótt enn
skorti á, að vatnsþörf Akureyringa sé
fullnægt í framtíðinni er hitaveitan
orðin mjög svo arðbært fyrirtæki og
þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd.
Séu notaðar grófar áætlunartölur um
olíusparnað, sem getið er um hér að
framan, má áætla að hitaveitan í nú-
verandi mynd spari um 20 þúsund tonn
af olíu á ári eða um 3 milljarða króna á
verðlagi ársins 1980.
ÞAKKIR
Við samningu þessarar greinar var að
verulegu leyti stuðst við tvær skýrslur
Orkustofnunar, þ. e. Jarðhiti í nágrenni
Akureyrar (OS JHD 7557) eftir Axel
Björnsson og Kristján Sæmundsson
(1975) og Hitaveita Akureyrar — rann-
sókn jarðhita í Eyjafirði — áfanga-
skýrsla 1978 (OS JHD 7827) eftir Axel
Björnsson o. fl. (1979). Allar myndir í
greininni eru unnar upp úr þessum
skýrslum. Eg þakka meðhöfundum mín-
um fyrir þeirra framlag svo og öðrum
samstarfsmönnum fyrir margvíslega
veitta aðstoð.
HEIMILDIR
Ámason, Bragi. 1976. Groundwatersystems in
Iceland. Rit XLII.
Björnsson, Axel & Kristján Sœmundsson. 1975.
Jarðhiti i nágrenni Akureyrar. Skýrsla
Orkustofnunar, OS JHD 7557.
331