Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 167
Jón Jónsson:
Vemdun jarðhitasvæða
INNGANGUR
I 13. gr. laga um náttúruvernd frá
1971 segir: „Öllum er skylt að sýna var-
úð, svo að náttúru landsins sé ekki spillt
að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins,
sem framin eru með ólögmætum hætti
af ásetningi eða gáleysi, varða refsingu."
Hvað þetta snertir hafa jarðhita-
svæði, einstakir hverir eða laugar að
sjálfsögðu enga sérstöðu. Hitt er ljóst að
árangursríkust verður sú náttúruvernd
er allir hafa lært og tamið sér virðingu
fyrir hinni fjölþættu náttúru landsins.
Það er og ljóst að enn vantar mikið á að
lögurn um náttúruvernd sé framfylgt
svo sem vera ber. Einnig skortir ntjög á
að almenningi hafi verið kynnt jjessi lög
og hvað ýrnis ákvæði jteirra innibera í
raun.
I fjölriti frá Náttúruverndarráði hefur
Sigurður Þórarinsson fjallað um friðlýs-
ingu jarðhitastaða á Islandi (Sigurður
Þórarinsson, 1978). Jarðhitanum er jtar
skipt í háhita- og lághitasvæði að hætti
Orkustofnunar en nokkur háhitasvæði
eru ekki með talin í þessu riti (sjá grein
Kristjáns Sæmundssonar og Ingvars
Birgis Friðleifssonar í þessu hefti). Á
korti með riti jjessu er gert ráð fyrir
fjórum mismunandi verndaraðgerðum:
Friðlýst svæði, alfriðun æskileg, friðlýs-
ing að hluta æskileg og hlífð æskileg.
Aðeins tvö jarðhilasvæði á landinu eru
alfriðuð, nefnilega Geysissvæðið og
Hveravellir á Kili. Nokkur eru hins
vegar að hluta eða alveg innan svæða,
sem lýst hafa verið fólkvangar eða frið-
lönd.
Varðandi friðlýsingu Geysissvæðisins
skal tekið fram að höfundi er ekki
kunnugt um hvernig það hefur verið
skilgreint né heldur hver mörk hins
friðlýsta svæðis eru. Sé jjað aðeins það
svæði, sem markast af girðingu eins og
hún er nú þá er það hvergi nœrri fullnœgj-
andi. Friðlýsa þarf svæðið þannig að all-
ar hveramyndanir bæði eldri og yngri
verði innan þess. Þetta er eitt frægasta
hverasvæði í heimi og eitt hið fyrsta,
sem rannsakað hefur verið vísindalega.
Leggja þarf gangstíga um aðalhvera-
svæðið og hafa þar vörð a. m. k. um
,,annatímann“.
Hér á eftir verða nefndir nokkrir þeir
staðir, svæði og einstakir hverir, sem
höfundur telur að ætti að vernda.
HÁHITASVÆÐI
Af háhitasvæðinu vestast á Reykjanesi
jtarf að friðlýsa nokkurn hluta sökum
þess hve dæmigert háhitasvæði jtað er.
Það hefur verulegt fræðilegt gildi þar eð
jtar eru bæði leirhverir, gufuaugu og
goshver, auk þess sem goshver sá gýs sjó
og er að því leyti einstæður. Goshver
þessi varð að sögn til 1918 og hefur frá
því gengið undir því nafni, en mætti
raunar heita Reykjanesgeysir, en hver
Náttúrufræðingurinn, 50 (3 — 4), 1980
309