Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 111
vinna gufu til raforkuframleiðslu fyrir
Hafnarfjörð.
Árið 1953 kaupa Jarðboranir nýjan
höggbor, Höggbor III, og er hann enn í
notkun. Næsti bor Jarðborana er snún-
ingsbor af Franks gerð. Sá bor var
keyptur hjá Sölunefnd varnarliðseigna
1960. Eftir þriggja ára notkun við virkj-
unarrannsóknir var farið að nota Franks
borinn til þess að leita að heitu vatni.
Hægt var að bora í allt að 350 m dýpi
með þessum bor. Með Franks bornum
tókst t. d. að fá heitt vatn við Lýsuhól í
Staðarsveit, við Hafralæk í Aðaldal, við
Götu í hitaveitu Miðfellsbænda í
Hrunamannahreppi, og í hitaveitu
Hvammstanga frá holum að Lauga-
bakka í Miðfirði.
Árið 1961 er aftur keyptur bor af
Sölunefnd varnarliðseigna. Þessi snún-
ingsbor er af Mayhew 1000 gerð og
byggður á vörubíl. Hann getur borað í
allt að 600 m dýpi, og hefur verið not-
aður til jarðhitaborana nema tvö fyrstu
árin. Með þessum bor hefur tekist að ná
í heitt vatn t. d. við Þorleifskot fyrir
Hitaveitu Selfoss, við Hamar i Svarfað-
ardal fyrir Hitaveitu Dalvíkur, á
Hveravöllum í Reykjahverfi fyrir Hita-
veitu Húsavíkur, í Hveragerði fyrir
Hitaveitu Hveragerðis, við Áshildar-
holtsvatn fyrir Hitaveitu Sauðárkróks,
við Laugar í Súgandafirði fyrir Hita-
veitu Suðureyrar, og fyrir ábúendur að
Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi
og Ósabakka á Skeiðum. Mayhew bor-
inn, sem seinna var nefndur Ymir, er
enn í notkun við jarðhitaboranir.
Segja má að nokkur þáttaskil verði í
sögu íslenskra jarðhitaborana þegar
Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar
er fenginn til landsins 1958. Er þá farið
að nýta á kerfisbundinn hátt þá reynslu
sem áunnist hafði við boranir eftir olíu.
Með þessu tæki var auk þess hægt að
bora mun dýpra (ca. 2000 m) en áður
hafði tíðkast hér á landi. Við þetta
opnuðust margir nýir möguleikar og
kom það fyrst fram í stækkun Hitaveitu
Reykjavíkur. Samhliða jtví var farið að
bora fyrir alvöru í háhitasvæðin í Ölf-
usdal og Krisuvík.
Var nú skammt stórra högga á milli.
Árið 1962 var keyptur stór notaður
snúningsbor frá Svíþjóð af gerðinni
Craelius B-4. Hér er þessi bor kallaður
Norðurlandsborinn. Samkvæmt upp-
lýsingum framleiðanda átti þessi bor að
geta borað í allt að 3 km dýpi. Þessi stóri
bor var þrátt fyrir allt aðeins notaður í
þrjú ár, 1962—1965. Með honum voru
boraðar tvær holur á Skeggjabrekkudal
fyrir Hitaveitu Ólafsfjarðar, og gaf
önnur holan mikið vatn. Tvær fyrstu
holurnar í Námafjalli voru boraðar með
Norðurlandsbornum, ein hola á Lauga-
landi á Þelamörk og önnur í Glerárgili
fyrir Bæjarsjóð Akureyrar, ein hola 1505
m djúp á Húsavíkurhöfða og 1565 m
djúp hola í Vestmannaeyjum, auk
rannsóknarholu við Kaldársel.
Á árunum 1966—1971 var svo starf-
ræktur svokallaður Norðurbor. Var
hann settur saman á þann hátt að
mastur, spil og undirstöður Cardwell
borsins sent keyptur var 1947 var notað
með dælum og borstöngum Norður-
landsborsins, en keypt var nýtt drifborð.
Með þessum bor voru boraðar sjö holur
i Námafjalli fyrir Kísiliðjuna og um
1400 m djúp hola á Akranesi í leit að
heitu vatni. Þá voru boraðar tvær holur
á Seltjarnarnesi, ein hola dýpkuð á
Nesjavöllum, holur á Húsavík, við
Hlíðardalsskóla og við Stapafell og tvær
holur á Laugalandi á Þelamörk.
253