Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 80
Umhverfisáhrif — líkan af
jarðhitakerfinu
Þegar gögn úr rannsóknarborholum
liggja fyrir er ástæða til þess að gera
vandlegri úttekt á umhverfisáhrifum
vegna fyrirhugaðrar nýtingar og gera
áætlun um prófanir varðandi losun af-
fallsvatns.
Gögnin frá rannsóknarborholunum
gefa líka tilefni til að endurskoða og
bæta það líkan, sem sett var upp að
lokinni frumrannsókn, með það fyrir
augum að stuðla að skynsamlegri stað-
setningu frekari rannsóknarborhola, eða
til þess að afmarka líklegt vinnslusvæði.
Við gerð á endurskoðuðu líkani ætti að
leggja áherslu á staðbundnar rennslis-
stefnur og legu uppstreymissvæða, hita-
ástand kerfisins, suðu í berggrunni og
hvort útfellingar- og tæringarvandamál
tengjast fremur einum hluta svæðisins
en öðrum.
REYNSLUBORANIR OG
PRÓFANIR - VINNSLU-
BORANIR OG VINNSLA
Reynsluboranir hefjast, þegar próf-
anir á rannsóknarborholum hafa veitt
fullnægjandi upplýsingar til þess að
velja vinnslusvæði innan jarðhitasvæð-
isins. Á þessu stigi fer starfssvið jarð-
efnafræðingsins að skarast við verksvið
efnaverkfræðingsins á ýmsum sviðum.
Nýjar rannsóknaraðferðir koma ekki til í
þessum þætti. Rannsóknirnar eru
fólgnar í framhaldi þeirra viðfangsefna,
sem hófust með rannsóknarborunum.
Tilgangur þeirra er að skýrgreina með
meiri nákvæmni en áður styrk efna í
borholuvökva og áhrif þeirra á ýmsar
hönnunarforsendur fyrir mannvirki, út-
fellingar- og tæringarvandamál, losun
affallsvatns og auka skilning á vinnslu-
eiginleikum jarðhitakerfisins.
Þegar reynt er á jarðhitakerfi með
blæstri (eða dælingu) úr reynsluholum,
getur þrýstifall í jarðhitageyminum,
sem Jdví er samfara, valdið verulegum
breytingum. Kalt, umlykjandi grunn-
vatn getur lekið inn í jarðhitageyminn
og suða í vatnsæðum getur valdið því,
að varmi borholuvökvans breytist. Báð-
ir þessir þættir koma fram sem breyt-
ingar á efnum borholuvökva. Breyting-
arnar geta haft áhrif á vandamál af út-
fellingum (oftast til góðs) og tæringu og
breytt hagstæðustu hönnunarforsend-
um. Vert er að benda á, að ýmsar
breytingar á efnum borholuvökva, eins
og þær sem orsakast af innstreymi kalds
vatns í jarðhitageyminn, koma fyrr í ljós
en eðlisfræðilegar breytingar á hitastigi
og þrýstingi.
Vinnsluboranir hefjast, þegar
reynsluboranir hafa veitt nægilegar
upplýsingar fyrir hönnun og úttekt á
hagkvæmni virkjunar. Koma þær í
kjölfar ákvörðunar um virkjun. Margar
þær breytingar, sem verða á efnainni-
haldi vatns og gufu úr borholum, koma
e. t. v. ekki i ljós fyrr en eftir nokkurra
ára vinnslu, en geta þá veitt verðmætar
upplýsingar um, hvort svæðið standi
undir stækkaðri virkjun. Þvi er eðlilegt,
að fylgjast reglulega með efnum i bor-
holuvökva eftir að vinnsla er hafin.
Reynsla verður að skera úr um það,
hversu margar holur skuli valdar til
sýnatöku, hvaða efni skuli greina og
hversu oft skuli taka sýni.
LOKAORÐ
Sú samantekt, sem hér hefur verið
gerð, hefur vonandi í för með sér bættan
skilning á hlutverki jarðefnafræði við
222