Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 170
Vellir eða Árhver í Reykjadalsá ætti
sem fyrst að alfriða. Mjög væri æskilegt
að fá hverina í Reykholti, Skriflu og
Dynk, í sitt upprunalega fornt og láta
borholu eða borliolur, sem ekki ætti að
setja mjög nærri, taka við hlutverki
þeirra.
Einifellshver við Norðurá ætti að frið-
lýsa sökum þess að hann er óvenjulega
gott dæmi um tengsl jarðhita við jarð-
fræðileg fyrirbæri — brot í berggrunni.
Einnig ætti að friðlýsa Reykjalaug,
(Krosslaug) í Lundarreykjadal — af al-
kunnum sögulegum ástæðum, tengsla
við Kristnisögu.
Að Lýsuhóli á Snæfellsnesi er eitt feg-
ursta hverahrúðursvæði (travertin) á
landinu. Litlar, reglulegar hveraskálar
eru á þessu hrúðursvæði en það sýnist
vera í nokkurri hættu sökum þess hve
lítið rennsli er nú úr þeim. Ef til vill
mætti auka rennslið með því t. d. að
fara með mjóan bor (loftbor) í hvera-
augun. Undir öllum kringumstæðum
þarf að friðlýsa hrúðursvæðið.
Sœlingsdalslaug ætti að friðlýsa af
sögulegum ástæðum, en jafnframt að
fjarlægja leifar þeirra mannvirkja, sem
gerð voru við lindirnar í sambandi við
byggingu sundlaugar og fyrstu varma-
veitu á staðnum, enda munu Jtau nú
ekki þjóna neinum tilgangi. Jarðfræði-
legt samband við þessar lindir er
áhugavert.
í ráði mun vera að setja sérstakar
reglur um náttúruvernd fyrir Breiða-
fjarðareyjar í heild. Hvað varðar jarðhita
á því svæði, þá eru hverir þar allir undir
sjó um flóð að frátekinni lindinni í Odd-
bjarnarskeri, sem þó líka verður það um
háflæði, en þar hefur vatnið verið
þvingað upp með því að setja blýtappa í
rásina. Þetta var gert til þess að ná í
neysluhæft vatn fyrir þá útgerð, sem
lengi var rekin frá þessum stað. Friða
þarf þennan hólma algerlega, með
lindinni og þeim mannvirkjum, sem þar
eru.
Á Reykhólum er það umfram allt
Kraflandi, sem aðkallandi er að friðlýsa.
Það er snotur lítill hver, sem mælst hef-
ur nokkuð yfir 100°C (101.6—102°C).
Hætt er við að aukin vinnsla af heitu
vatni á þessu svæði leiði fyrr eða síðar til
þess að sumir hveranna, og þar á meðal
Kraflandi, hverfi. Því ætti af fremsta
megni að varast að bora nálægt þessum
hver. Takist ekki að vernda hann ætti
sem fyrst að friðlýsa hverinn á Einum
Reykjum sem dæmigerðan fyrir þetta
svæði.
Hornahver að Reykjum i Tungusveit
væri athugandi að friðlýsa sé hann ekki
lengur í notkun, en ætla má að einfald-
ast væri að gera hitaveitu fyrir allt það
svæði frá borholu. Reykjahóll í Fljótum er
dálítiö sérstæð myndun, sem fyllsta
ástæða er til að varðveita sem næst í
upprunalegri mynd. Hverirnir í Reykja-
hverfi í Þingeyjarsýslu eru nú allir rneira
eða minna truflaðir eða eyðilagðir af
mannavöldum. Friðlýsing þeirra mun
þvi nú útilokuð. Aðeins er því hægt að
færa fram þá frómu ósk að þeim verði
hlift svo sem framast er mögulegt og vel
um þá og næsta umhverfi þeirra gengið.
Jarðhitasvæðið i Laugavalladal væri
ástæða til að friðlýsa a. m. k. að hluta
þar eð það er eini meiriháttar jarðhita-
staðurinn á Austurlandi.
Frægust öldkelda á landi hér er
Rauðamelsölkelda á Snæfellsnesi. Hana
ætti að friölýsa að vissu marki en án þess
að meina nýtingu vatnsins. Það er næsta
furðulegt að ölkelduvatn, sem náttúran
sjálf framleiðir, skuli ekki vera notað á
312