Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 88
má reikna með að varmaleiðni efnis á
ákveðnu svæði sé litlum breytingum
undirorpin frá einum stað til annars. Sé
svo er nægjanlegt að mæla hitastigulinn
til þess að finna varmastreymið og
draga fram lögun og útlinur jarðhita-
svæðis.
Við könnun smærri afmarkaðra jarð-
hitasvæða (bæði há- og lághitasvæða) er
stundum mælt hitastig á u. þ. b. 'h m
dýpi í þéttu neti, með um 5—10 m
möskvastærð, yfir allt svæðið. Þannig er
unnt á fljótlegan og auðveldan hátt að
afmarka útlínur jarðhitasvæðis á yfir-
borði. Einnig má finna með þessari að-
ferð misfellur, svo sem sprungur eða
ganga, sem faldar eru undir lausum
jarðlögum en leiða heita vatnið til yfir-
borðs. Mælingar af þessu tagi eru fram-
kvæmdar með rafhitamæli þar sem
hitaviðnámi er komiö fyrir í endanum á
eins metra löngum staf, svonefndum yl-
kanna. Stafurinn er rekinn niður á 'h m
dýpi og viðnámið mælt i hitaviðnáminu
þegar endi stafsins hefur náð hitastigi
umhverfisins. A 1. mynd má sjá niður-
stöður mælinga gerðra með ylkanna á
jarðhitasvæðinu að Reykjum í Fnjóska-
dal. Þessar mælingar voru gerðar sum-
ariö og haustið 1979 til þess að kanna
útbreiðslu jarðhitasvæðisins og reyna að
finna meginuppstreymisrás heita vatns-
ins. Hitastig á 'h m dýpi nær frá u. þ. b.
6°C og upp í 60°C.
Önnur aðferð til þess að meta
varmaútgeislun frá jarðhitasvæðum
hefur verið reynd bæði hér á landi og
erlendis, en það er taka innrauðra ljós-
mynda úr flugvélum. Aðferðin skynjar
ekki nema rétt niður í efstu jarðlögin
(efsta metrann) og er háð margs háttar
truflunum frá breytilegu yfirborði jarð-
ar. Innrauð myndataka er því vart not-
hæf til kortlagningar smærri svæða þar
sem mikillar nákvæmni er krafist en
gæti komið að góðum notum við rann-
sókn varmastreymis á háhitasvæðum og
stærri landssvæðum. Með ört vaxandi
tækniþekkingu og notkun gervitungla
til myndatöku má vænta þess að
myndataka, bæði innrauðra mynda og
annarra, muni verða notuð við jarðhita-
rannsóknir í framtíðinni.
Mælingar á hitastigli og varmaleiðni
í jarðvegi gefa aðeins upplýsingar um
hluta þess varma er berst frá jarðhita-
svæðum. Mikil varmaorka tapast við
uppgufun úr hverum og laugum, við
gufuútstreymi og með heitu vatni, sem
rennur burt á yfirborði. Auk þess hlýtur
varmi að berast burt neðanjarðar með
grunnvatni sem rennur um jarðhita-
kerfið. Erfitt er að meta þessa þætti, þó
er unnt að mæla rennsli úr hverum og
Iaugum svo og uppgufun (gufuút-
streymi) á takmörkuðum svæðurn. Það
varmamagn sem berst burt með grunn-
vatni verður vart metið með nokkurri
vissu nema upplýsingar séu fengnar úr
borholum um lekt og grunnvatns-
rennsli. Reynt hefur verið að meta
náttúrlegt varmatap háhitasvæða bæði
hér á landi og erlendis með því að taka
tillit til allra þessara þátta. Niðurstöð-
urnar eru mjög mismunandi og verður
að telja aðferðina ófullkomna enn sem
komið er. Areiðanlegar tölur eru aðeins
til um eitt háhitasvæði, en það eru
Grímsvötn í Vatnajökli. Út frá bráðnun
jökulsins hefur Helgi Björnsson (1974.)
fundið náttúrulegt varmatap vera um
5000 megavött. Þetta er margfalt hærri
tala en áætluð hefur verið fyrir flest
önnur háhitasvæði. Skýringin er vænt-
anlega sú að varminn berist mun greið-
ar til yfirborðs með hringrásarstreymi
230