Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 50
Tengs/ ummyndunarlaga við hitastig
Ummyndunarlöq í virkum jardhitakerfum Einkennissteindir Myndbreytingar- fés Steindabreytingar Metið berghitastig
a Lag I Smektít Zeolítar Zeólítafés Smeltít og lóghita zeólítar myndast LÓghita zeólítor - 100
b hverfa Laumondít myndast Smektít fer aó breytast í blandleir —► Wairakite myndast, laumondít hverfur - 150
Lag H Blandleir
Lag EH Klórít EpidÓt ÉHHlll ► Epidót finnst samfellt ► Aktínólít myndast Plagióktos er oft olbítiserað - 250
Lag 12! Klórít Aktínólít Grœnskífufés - 300
Tafla II.
Tengsl ummyndunarbelta við berghitastig í háhitakerfum. Frá Hrefnu Kristmannsdóttur
(1978). — Correlation of alteration zones with temperature in high-temperature geothermal systems. From
Kristmannsdótlir (1978).
Megineinkenni ummyndunarinnar
er, að einstakar steindir og steindafylki
dreifast i belti. Útbreiðsla, eða öllu
heldur þykkt, beltanna ræðst af hitastigi
í berggrunninum. Þannig má með at-
hugunum á ummyndun fá nokkra vitn-
eskju um hitaástand í berginu á mis-
munandi dýpi, að svo miklu leyti sem
þessi ummyndun svarar til ríkjandi
hitaástands. Við jarðhitarannsóknir
hefur af þessum ástæðum verið lögð
mikil áhersla á að afmarka það hitabil,
sem einstakar ummyndunarsteindir
myndast á (Hrefna Kristmannsdóttir
1978, Tafla II).
Af ummyndunarsteindum eru leir-
steindir mestar að magni til. Þær
myndast að mestu á kostnað glers, óliv-
íns og pýroxens, eins og áður var sagt.
Þessar steindir eru jafnan smákornóttar
og oft er ekki unnt að þekkja þær nema
með röntgengreiningu. Leirinn geymir
mest af því járni og magníum, sem var í
upprunaberginu. l’ilheyrir leirinn þeirn
flokki leirsteinda, sem nefnist smektít.
Smektít myndast við hitastig undir
200°C. Við hærri hita umbreytist
smektítið í annað lagsilikat, klórít,
Þessar steindir eru skyldar að þvi er
varðar kristalbyggingu. Breytingin
verður með þeim hætti, að fyrst verður
til svokallaður blandleir. Hann er gerð-
ur úr lögum, sem eru annars vegar með
kristalbyggingu smektíts, en hins vegar
með kristalbyggingu klóríts. Við 240°C,
eða þar um bil, hverfur blandleirinn, en
klórít verður einrátt.
Ummyndunarsteindir, sem flokkast
192