Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 32
SKÝRINGAR VIÐ TÖFLU I
Stœrð. Lægri talan á við stærð þess svæðis á
yfirborði þar sem hverir eru virkir. 1 stærri
tölunni er tekin með ummyndun á yfirborði,
ef hennar verður vart langt utan virku
svæðanna en í sama eldstöðvarkerfinu.
Hverir. Bókstafirnir þýða: g gufu- og leir-
hverir, (g) kulnaðar hveraskellur, v kísil-
hverir, a afrennsli af volgu vatni, ýmist volgt
grunn- eða yfirborðsvatn. Súrt berg. Gúlarnir
eru myndaðir undir jökli. Á íslausu landi
rennur súra kvikan sem þykk hraun.
EXPLANA TIONS TO TABLEI
Size. The lower number corresponds to the area of
active hot springs. In the higher number account is
taken of the areal extent of thermally altered ground
within the same volcanic syslem as the presently
active Ihermat area. Hot springs. The letters refer
to: g — steam- or mudpools, (g) = cold altered
ground, v = high silica springs, a = warm water
discharged in the ground water from the high
temperature areas. Acid rocks. Gúlar = domes
formed in subglacial eruptions. Subaenal acid
eruptions produce thick lava flows and tephra.
tímabili. Önnur eru að vísu laus við
eldvirkni, en berskjölduð fyrir hraun-
rennsli annars staðar frá, svo sem
Hveragerðissvæðið, Hveravellir og
Kaldakvísl.
í töflunni sést, að háhitasvæðin liggja
flest hátt til fjalla. Því kemur ekki á
óvart, að finna allviða heitt afrennsli frá
þeim, þó oftast sé það fremur óverulegt
að magni til. Afrennslið kemur fram á
ýmsan hátt, t. d. sem kalkrikar ölkeldur
á jöðrunum (Geysissvæðið), fúlir lækir
(Mýrdalsjökull, Kverkfjöll), sem heitt
grunnvatn á gjásvæðum (Reykjanes,
Námafjall) og sem laugar niður undan
megineldstöðvum sem hýsa háhitasvæði
(Strútslaug undir Torfajökli, laugar
vestan undir Prestahnúki, volgra
sunnan við skiðaskálann í Kerlingar-
fjöllum). I fjórum tilfellum má einnig
benda á likleg háhitakerfi út frá heitu
afrennsli undan eldfjöllum, þ. e. i
Tindfjallajökli, Eyjafjallajökli, Mýrdals-
jökli og Hofsjökli.
Rœlur háhitasvœða
Á árunum kringum 1960 urðu að
vissu leyti þáttaskil í jarðfræðirann-
sóknum hérlendis, þegar breski jarð-
fræðingurinn George P. L. Walker opn-
aði mönnum innsýn í uppbyggingu
blágrýtismyndunarinnar með rann-
sóknum sínum á Austfjörðum (Walker
1959, 1960, 1963). í einni af ritgerðum
sínum lýsti Walker innri byggingu
megineldstöðvar sem skoða má í þver-
skurði i Suðurdal inn af Breiðdalsvik.
Þar kom m. a. í ljós, að hástig um-
myndunar var að finna um miðbik eld-
stöðvarinnar og var það skýrt þannig, að
háhitasvæði hefði verið virkt í henni, á
meðan hún var að hlaðast upp líkt og nú
má sjá á Mývatnssvæðinu. Siðan hafa
fjöldamargar rofnar megineldstöðvar
verið kortlagðar i öllum landshlutum og
fengist þannig i leiðinni vitneskja um
innri gerð útkulnaðra háhitasvæða. í
ljós hefur komið að þau eru flest hvert
tengd öskjum. Bergeitlar og gangar eru
fyrir hendi í miklu magni, jafnvel um og
yfir 50% af öllu bergi þar sem rofið nær
dýpst og fer ummyndunin stigvaxandi í
átt að megininnskotaþyrpingunum. Við
boranir á virkum háhitasvæðum hefur
fundist samskonar stigvaxandi um-
myndun með dýpi (Guðmundur Sig-
valdason 1963, Hrefna Kristmanns-
dóttir 1978, Guðmundur Pálmason o. fl.
1979). Virðist ljóst að innskotin eru
aðalvarmagjafi háhitasvæðanna. Gildir
það bæði um smáinnskotin, hverskyns
ganga og æðar, og þó einkum stóra
bergeitla og bergstöpla, sem sjást sums
174