Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 42
ungum sprungum innan þess. Jarðhita
verður óvíða eða hvergi vart sunnar en
sprungur tengdar skjálftabeltinu ná. I
sambandi við stórskjálfta á Suðurlandi
er iðulega getið um breytingar á rennsli
hvera og lauga og er skemmst að minn-
ast jarðskjálftanna 1896 (Þorvaldur
Thoroddsen 1899). Einna mest hefur
jarðhitasvæðið austan við Selfoss verið
rannsakað. Þar voru laugar sem vísuðu
á jarðhitasvæðið og rétt hjá jarð-
skjálftasprungur. Við vatnsvinnsluna
hafa laugarnar horfið. I borholum hafa
fengist góðar vatnsæðar ofan 1 km dýpis
gjarnan úr þykkum millilögum, en
neðan 1 km dýpis eru litlar sem cngar
vatnsæðar. Þarna virðist vatnið dreifast
út frá sprungum en þó takmarkað, því
að borhola aðeins 400 m frá góðum
vinnsluholum reyndist mjög vatnslítil
þótt hún skæri öll sömu lögin.
LOKAORÐ
Eðlilegt er að hugleiða í lokin, hvort
og á hvern hátt bættar jarðfræðirann-
sóknir gætu stuðlað að betri árangri
jarðhitaborana. Af ódýrum rannsókn-
um, sem skila gagnlegri vitneskju, ber
scrstaklega að nefna vandaða kortlagn-
ingu á bergbyggingu, þar sem reynt er
að greina sundur hina ýmsu höggunar-
þætti og meta mikilvægi hvers og eins
þeirra innan tiltekins jarðhitasvæðis.
Annað atriði, sem leggja ber áherslu á,
er að fá betri skilning á eðli vatnsleiðara
innan jarðhitasvæðanna.
Alltof oft verður að svara með get-
gátum og fyrirvörum, þegar spurt er um
gerð þeirraog legu. Jarðlögeru könnuð í
borholum bæði með athugun á svarfi og
með háþróaðri mælitækni. Samt þokar
iítið í átt til skilnings á vatnsleiðurun-
um. Kjarnaholur niður í jarðhitasvæði
gætu veitt mikilvægar upplýsingar.
Slíkar holur eru álíka dýrar miðað við
500 m dýpi og holur boraðar með
snúningsbor, en grennri og myndu ekki
nýtast sem vinnsluholur. Víða erlendis
eru teknir kjarnar á reglulegu dýptarbili
við boranir á jarðhitasvæðum, en hér-
lendis er slíkt yfirleitt ekki gert vegna
mikils kostnaðar. Samfelldur kjarni var
tekinn í 1919 m djúpri holu á Reyðar-
firði sumarið 1978 (IRDP 1979). Eng-
inn jarðhiti finnst á yfirborði í grennd
holunnar, en smáæðar með volgu vatni
kornu fram á þremur stöðum í göngum
eða sprungum þeim tengdum.
Vert er að gera sér grein fyrir einu
veigamiklu atriði, sem snertir bortækni
og jarðfræðilegar forsendur fyrir stað-
setningu borholu. Með forrannsóknum
má í mörgum tilfellum finna líklegustu
stefnu uppstreymisrása innan jarðhita-
svæðis. Hins vegar getur verið meiri
óvissa um, hvort þær liggi lóðrétt eða
hallandi niður í berggrunnittn beint
undir jarðhitanum eða komi upp eftir
krókaleiðum. Hver einstök hola er samt
sem áður staðsett miðað við lóðrétta
borun. Má sjá i hendi sér, að mun betri
líkur væru á árangri, ef unnt væri að
bora á ská innundir laugasvæðið. Sem
dæmi má nefna, að 1100 m djúp hola,
bein í 150 m en síðan boruð á ská með
allt að 25° halla, gæti þreifað á um 300
m breiðri spildu undir tilteknu lauga-
svæði og t. d. tekið fyrir hálfa breidd
Urriðavatns (10. mynd). Með einni holu
mætti þannig kanna það sem með
núverandi bortækni þarf margar lóð-
réttar holur til. Mikil reynsla er komin á
skáboranir erlendis og er sú tækni bæði
mikið notuð á oliuborpöllum og eins á
sumum jarðhitasvæðum. Ljóst er að
slíkar boranir eru dýrari en venjulegar
184