Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 90
'l’afla I. Eðlisviðnám i mismunandi jarðlögum á Islandi eins og það hefur mælst í
viðnámsmælingum.
Jarðlagagerð
Hraun frá nútima, ofan grunnvatnsborðs
Þétt gabbró- og dólerít-innskot
Hraun frá nútíma neðan grunnvatnsborðs
Blágrýtislög frekar þétt
Móberg, jökulurð, brotið berg
Lághitasvæði í blágrýtismyndunum
Lághitasvæði í móbergsmyndunum
Jarðlög með sjávarseltu
Háhitasvæði inni í landi
Háhitasvæði á Reykjanesskaga
Eðlisviðnárn í ohrnmelrum
5.000—50.000
10.000-15.000
100—3.000
100-300
20—100
30—100
10—50
5—15
3—10
1-5
viönám frá nokkrum hundruöum og
upp í nokkur þúsund ohmmetra, rakur
sandur og möl liggja á bilinu frá 100 og
upp í nokkur þúsund ohmmetra en leir
og leirblandaður jarðvegur hefur eðlis-
viðnám oft nálægt 1 ohmmetra. Eðlis-
viðnám berglaga er háð mörgum
breytistærðum. Ræður þar mestu
vatnsinnihald í holum og glufum í
berginu, selta vatnsins (magn upp-
leystra efna), hitastig og svo gerð bergs-
ins sjálfs, þar með lögun og stærð hola
og sprungna.
I þessum eiginleikum felst notagildi
viðnámsmælinga. Með því að mæla
eðlisviðnám jarðlaga má greina þau
sundur og fá upplýsingar um gerð
þeirra, lögun, hitastig o. s. frv. Miklar
rannsóknir hafa verið gerðar til þess að
kanna áhrif þessara þátta á eðlisviðnám
bæði í vatnsósa og þurru bergi. Niður-
stöðurnar hafa ekki leitt til neins einhlíts
lögmáls en þó gefið nokkrar nálgunar-
reglur sem nota má við hinar ýmsu að-
stæður. A jarðhitasvæðum er berg
venjulega valnsósa og ráða þar eigin-
leikar og magn vatnsins mestu um eðl-
isviðnámið. Þegar dýpra kemur niður i
jarðskorpuna, þar sem jarðvatn er ekki
lengur fyrir hendi ráða aðrir þættir eins
og hitastig og efnasamsetning bergsins
sjálfs mestu um eðlisviðnámið. I bergi
sem leiðir sjálft illa rafstraum en er
gegndrepa af vel leiðandi vökva hefur
komið í ljós að viðnám lækkar ört með
vaxandi vatnsinnihaldi. Við tilraunir
hefur fundist regla, sem kennd er við
Archy (Archies-lögmál) og gefur hún oft
góða nálgun á sambandi eðlisviðnáms
og vatnsinnihalds (poruhluta):
r=rv-p-n
r er mælt eðlisviönám í ohmmetrum, rv
er eðlisviðnám vatnsins, p er poruhluti
og n er fasti sem liggur oftast á bilinu 2
til 4. Út frá þessari reglu má sjá að
poruhluti hefur mikil áhrif á mælt eðl-
isviðnám. Sem dæmi má nefna að sam-
kvæmt formúlunni lækkar eðlisviðnám
niður í helming til fjórðung upphaflegs
gildis ef poruhluti í bergi vex aðeins úr
0,1 (10%) í 0,15 (15%). Það er því Ijóst
að lítil breyting í poruhluta bergs veldur
verulegu fráviki í eðlisviðnámi. Eðlis-
viðnám í vökva er háð seigju hans og
232